FRAMLAGNING KJÖRSKRÁR

lindaFréttir

Framlagning kjörskrár fyrir

Grímsnes- og Grafningshrepp vegna

þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012

 

Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem fram á að fara laugardaginn    20. október 2012 liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins í stjórnsýsluhúsinu á Borg frá 10. október til kjördags.     Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl 9:00-15:00.

 

Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps

 

 

Kjörfundur í Grímsnes- og Grafningshreppi

 

Kjörfundur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá fer fram laugardaginn                   

20. október 2012.

 

Kosið verður í stjórnsýsluhúsinu á Borg í fundarsal sveitarstjórnar á 2. hæð.

 

Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00.

 

Kjósendur eru minntir á að hafa meðferðis persónuskilríki 

með mynd og framvísa þeim ef óskað er.

 

Kjörstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps.