Fundarboð

lindaUncategorized

253. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, fimmtudaginn 21. janúar 2010 kl. 9.00 fh.

 

1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 17. desember 2009.

-liggur frammi á fundinum-

2. Fundargerðir.

a) 19. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs., 22.12.2009.

b) Fundargerð 4. stjórnarfundar skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og

Flóahrepps 22.12.2009.

c) Fundargerð fjallskilanefndar 15.12.2009.

d) Fundargerðir 119 og 120 fundar Félagsmálanefndar 28.12.2009 og 12.01.2010.

3. Veglagning að lóðinni Brúnavegi 14.

4. Umsögn vegna niðurfellingar á fasteignamati á vatnsveitutöknum.

5. Drög að samningi vegna söfnunar á spilliefnum.

6. Beiðni frá Íbúðarlánasjóði um afslátt á gjöldum.

7. Beiðni um svæði til verkunar seyru.

8. Jafnréttisáætlun sveitarfélagins.

9. Beiðni um fjárstyrk frá Klúbbinum Geysi.

10. Beiðni um umsögn vegna rekstrar- og veitingaleyfi í Ásborgum 1.

11. Stjórnsýslukæra vegna framkvæmdar á sorphirðu.

12. Hluthafafundur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf.

13. Tilfærsla á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.

14. Fyrirspurn frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna ferðaþjónustu fatlaðra.

15. Drög að samningi um fyrirkomulagi sorphirðu í þéttbýlinu á Sólheimum.

16. Samingar um snjómosktur.

-liggja frammi á fundinum-

17. Samningar um dælustöð í Vaðnesi.

-liggja frammi á fundinum-

18. Tillaga að nýjum nöfnum á sauðfjárveikivarnarhólfum og litamerkingar sauðfjár í

Árnessýslu.

19. Endurgreiðslur frá ríkinu vegna refaveiða.

20. Stofnun vinnuhóps vegna fyrirhugaðar stækkunar Grunnskólans Ljósuborgar

Til kynningar

Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlum úrgangs 2009-2020.

-liggur frammi á fundinum-

Yfirlit um verkefni hjá Markaðsstofu Suðurlands

Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um úthlutun framlaga vegna nýbúafræðslu 2010.