Fundarboð

lindaUncategorized

272. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 19. janúar 2011 kl. 9.00 fh.

 

1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 15. desember 2010.

-liggur frammi á fundinum-.

2. Fundargerðir.

a) 30. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 17.12 2010.

Mál nr. 2, 3, 14, 15 og 16 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

b) Fundargerð 133. fundar félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóa, 05.01 2011.

c) Fundargerð um vegamál með fulltrúum Grímsnes- og Grafningshrepps og Vegagerðarinnar, 12.01 2011.

d) Fundargerð fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 20.12 2010.

3. Samstarf Grímsnes- og Grafningshrepps við Grunnskóla Bláskógabyggðar.

4. Fulltrúi á aðalfund hjá Slökkvitækjaþjónustu Suðurlands.

5. Akstur vegna fullorðinsfræðslu fatlaðra.

6. Minnisblað vegna sameiginlegs íþrótta- og æskulýðsfulltrúa uppsveitanna.

7. Minnisblað vegna fundar Innanríkisráðherra með sveitarstjórnarmönnum á Suðurlandi.

8. Áhrif nýrra mannvirkjalaga á umboð bygginganefnda.

Til kynningar

ü Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 782. stjórnarfundar, 10.12 2010.

ü Framvinduskýrsla Markaðsstofu Suðurlands, október til desember 2010.

ü Bréf frá Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga um málefni Skólaskrifstofu Suðurlands.

ü Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti um sameiningu ráðuneyta í innanríkisráðuneyti.

ü Bréf frá Velferðarráðuneyti um lágmarksframfærslu.

· Bréf frá Velferðarráðuneyti um breytta viðmiðunarfjárhæð vegna eignamarka við útreikning húsaleigubóta.

· Bréf frá Velferðarráðuneyti um breytt tekju- og eignamörk vegna reglugerðar um lánveitingar til leiguíbúða, ráðstöfunar þeirra og reksturs.

· Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti um áætlaða úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2011.

· Bréf frá Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti um greiðslur til sveitarfélaga vegna kosninga til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010.

· Ábending frá Vegagerðinni um gildistöku nýrrar reglugerðar um héraðsvegi, nr. 774/2010.

· Ályktun frá Félagi leikskólakennara, Félagi leikskólastjórnenda og sameiginlegri skólamálanefnd beggja félaga þann 9. desember 2010.

· Bréf frá Varasjóð húsnæðismála vegna samkomulags um framlög til sjóðsins.

· Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 126. stjórnarfundar, 14.01 2011.

· Afrit af bréfi frá Skipulags- og byggingarfulltrúaembætti uppsveita Árnessýlu og Flóahrepps vegna jarðvegsmanar við Illagil 21.

· Afrit af bréfi frá Félags- og tryggingarmálaráðuneyti vegna réttindagæslu fatlaðra.

Borg 17. janúar 2011, Ingibjörg Harðardóttir.