Fundarboð

lindaUncategorized

275. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 2. mars 2011 kl. 9.00 fh.

1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. febrúar 2011.

-liggur frammi á fundinum-.

2. Fundargerðir.

a) 32. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 17.02 2011.

Mál nr. 1, 2, 4, 5, 6, 7, 8, 12 og 13 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

b) Fundargerð 7. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs.

3. Skipulagsmál.

a) Verklýsing á aðalskipulagsbreytingu, Ásborgir.

b) Verklýsing á aðalskipulagsbreytingu, Miðengi (lóðir 17 og 17a)

4. Samþykkt um hundahald, seinni umræða.

5. Reglur um vegstyrki í frístundabyggð.

6. Framtíðarskipan félagsþjónustu í Uppsveitum og Flóa, Hveragerði og Ölfusi.

7. Vettvangstjórnanámskeið Almannavarna Árnessýslu.

8. Bréf frá Innanríkisráðuneytinu vegna ferðaþjónustu fatlaðra á Sólheimum, 15.02 2011.

9. Svarbréf Grímsnes- og Grafningshrepps við bréfi Innanríkisráðuneytisins frá 15.02 2011.

10.Bréf frá Óskari Sigurðssyni hrl. vegna málshöfðunar Orkuveitu Reykjavíkur.

11.Beiðni Menntamálanefndar Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar um mikilivægi fræðslu um kristni og önnur trúarbrögð og lífsviðhorf.

12.Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Óskasteini.

13.Grashóll.

Til kynningar

· Ályktunar mótmælafundar Félags tónlistarskólakennara, Félags íslenskra hljómlistarmanna, Samtökum tónlistarskólastjóra og tónlistarnemendum um samstöðu á framhald tónlistarskólanna.

· Skólavogin, kynningarbæklingur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

· -liggur frammi á fundinum-.

· Bréf frá Ungmennafélagi Íslands vegna umsókna til að halda Landsmót UMFÍ 50+.

· Bréf frá Innanríkisráðuneyti um uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2010.

· Fundargerð 7. fundar framkvæmdarráðs Almannavarna Árnessýslu, 02.02 2011.

· Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 198. stjórnarfundar 24.02 2011.

· Bréf frá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar um Fishernet verkefnið.

· Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna staðgreiðsluuppgjörs 2010.

· Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

· Ályktun frá stjórn Félags leikskólakennara vegna niðurskurðar til leikskóla hjá sveitarfélögum landsins.

· Bréf frá Landgræðslu ríkisins um afgreiðslu umsóknar til Landbótasjóðs 2011.

· Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um XXV. Landsþing Sambandsins.

Borg, 28. febrúar 2011, Ingibjörg Harðardóttir.