Fundarboð á 279. fund sveitarstjórnar

lindaUncategorized

279. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 4. maí 2011 kl. 9.00 fh.

1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 26. apríl 2011.

-liggur frammi á fundinum-.

2. Ársreikningur Grímssnes- og Grafningshrepps 2010.

-seinni umræða-

3. Fundargerðir.

a) 34. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 26.04 2011.

Mál nr. 4, 11, 12, 13 og 14 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

b) Fundargerð aðalfundar skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs., 26.04 2011.

4. Skipulags- og byggingafulltrúaembætti uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, ársreikningur og ársskýrsla 2010.

5. Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki III að Seli.

6. Beiðni um styrk frá Jötunn Vélum ehf.

7. Erindi frá félagi sumarhúsaeigenda í Kerhrauni.

8. Beiðni Allsherjarnefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um nálgunarbann og brottvísun af heimili.

9. Beiðni Menntamálanefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum.

10. Erindi frá Hallgrími Sigurðssyni.

Til kynningar

· Minnisblað vegna fundar sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýlu um sameiginlega íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

· Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Brussel 5.-9. júní n.k.

· Bréf frá Umhverfisráðuneytinu um verkefni sem miðar að því að flokka þá vegi sem mældir hafa verið og koma fram á korti Landmælinga Íslands.

· Rannsóknir og greining við Háskólann í Reykjavík, fyrsta ölvunin.

· Bréf frá orlofsnefnd húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu ásamt ársreikningi og skýrlsu um starfsemi ársins 2010.

Borg, 2. maí 2011, Ingibjörg Harðardóttir.