Fundargerð íbúafundar 27.06.07 – uppfært

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Hér á eftir fer fundargerð sem rituð var á fundi sem sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps hélt um ársreikninga sveitarfélagsins.

1. Oddviti setti fund og kynnti dagskrá fundarins sem var umræða um ársreikning Grímsnes- og Grafningshrepps og einnig að farið yrði yfir stöðu framkvæmda á Borgarsvæðinu. Stungið var upp á að Böðvar Pálsson yrði fundarstjóri og Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri ritaði fundargerð.

2. Fyrst hélt Einar Sveinbjörnsson endurskoðandi sveitarfélagsins frá KPMG framsögu þar sem hann fór yfir ársreikninga hreppsins og skýrði út einstaka liði. Þá skýrði hann út ýmsar samanburðartölur úr rekstri sveitarfélags frá árinu 2002-2006 sem voru áhugaverðar og sýndu miklar breytingar sem sveitarfélagið hefur gengið í gegn um. Þá fóru fram fyrirspurnir til Einars um ársreikninginn og var hann m.a. beðinn sérstaklega að skýra út niðurstöðutölur sem birtust í Hvatarblaðinu og skýrði hann út að ein þeirra byggði á niðustöðu rekstarreiknings A og B-hluta að frádregnum hagnaði af sölu fastafjármuna og lóða.

3. Þá hélt Börkur Brynjarsson verksfræðingur hjá VST sutta framsögu um fjármál framkvæmda á Borgarsvæðinu, verkstöðu þar og greiðsluflæði verksins. Þá fóru fram fyrirspurnir til Barkar um framkvæmdalok og hreinsistöðina og virkni hennar sem Börkur skýrði út.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 21:10

Jón G. Valgeirsson, ritari,.