Fundur fjallskilanefndar 23.08.2010

lindaUncategorized

Fjallskilanefnd Grímsnes- og Grafningshrepps kom saman til fundar.

 Fyrsta leit í Grímsnesi fer
af stað föstudaginn 10. september og réttað í Klausturhólum 15. september.
Fyrsta leit í Grafningi fer af stað 18. september og réttað verður í
Selflatarétt 20. september. Heiðin verður smöluð í fyrstu leit og svo aftur í
eftirleit sem farin verður í október. Sama álagning er í ár og í fyrra, bæði á
jörð og kind. Dagsverk í Grímsnesi verður
7.000 og 10.000 í Grafningi. Fjárhagsáætlun hljóðar upp á 1.915.000 bæði
tekjur og gjöld.

Viðræður
hafa staðið yfir við fjallskilanefnd Bláskógabyggðar um að fjallskilanefnd
Grímsnes- og Grafningshrepps taki við smölun Þingvallasveitarafréttar austan
vatna. Fjallskilanefnd leggur til að leitin verði mönnuð 4 mönnum í 3 daga í
fyrstu leit, samtals 12 dagsverk á 7.000 kr. og tveimur mönnum í 2 daga í
eftirleit samtals 4 dagsverk á kr. 9.000. Alls 120.000 kr.

Kolbeinn Reynisson

Ingólfur Jónsson

Auður Gunnarsdóttir

Ólafur Ingi Kjartansson

Sigrún Jóna Jónsdóttir