Fundur Húsanefndar Félagsh. Borgar

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Fundur Húsnefndar Félagsheimilisins Borg var haldinn í Félagsheimilinu Borg, mánudaginn 8. mars 2010 kl. 16:00.

Fundinn sátu.

Böðvar Pálsson

Jón G. Valgeirsson

Gunnar Þorgeirsson

Guðmundur Jóhannesson vegna UMF Hvatar.

Kristín Karlsdóttir vegna Kvenfélagsins.

Auk þess sat fundinn Áslaug Guðmundsdóttir húsvörður og Halldór Maríasson, umsjónarmaður fasteigna.

Samþykkt var að fundargerðin yrði færð í tölvu.

1. Setning fundar.

Í upphafi fundar setti Jón G. Valgeirsson fundinn og tók að sér að stýra fundi og rita fundargerð.

2 Vettvangsferð vegna vatnsskaða og framkvæmda.

Fundarmenn fór í vettvangsferð um húsið þar sem skoðaðar voru skemmdir í kjallara hússins sem urðu þegar inntakslögn á köldu vatni gaf sig. Þá var farið yfir þær framkvæmdir sem þegar hafa verið gerðar í kjallara hússins í kjölfar tjónsins og það sem að öðru leyti var búið að gera vegna hússins. Kom fram að búið er að samþykkja að skipta á geymslum milli Kvenfélagsins og Ungmennafélagsins. Búið er að mála og setja upp hillur í geymslum í kjallara og útbúa ný niðurföll. Þá er búið að skipta um aðal rafmagnstöflu í húsinu, mála anddyri, salerni og kaffistofu o.fl. smálegt.

3. Bætur frá tryggingafélagi vegna vatnstjóns og Viðalagatryggingu.

Lagðar voru fram upplýsingar um bætur frá VÍS vegna vatnsskaða í kjallara, bæði á húsnæði og tækjum og einnig innbúi en tjón varð á innbúi í eigu Kvennfélagsins, Ungmennafélagsins og sveitarfélagsins. Greiddar bætur vegna húsnæðis námu kr. 1.982.948 og innbús kr. 1.652.850. Samþykkt að greiða út til Kvennfélagsins bætur að frádreginni sjálfsábyrgð kr. 714.150. Skráðar bætur vegna Ungmennafélagsins blönduðust að einhverju leyti við eignir sveitarfélagsins en samkomulag var um að bætur til Ungmennafélagsins að frádreginni sjálfsábyrgð væri kr. 558.900 og myndi stjórn Ungmennafélagsins ákveða hvernig þær yrðu nýttar eða greiddar út. Þá var upplýst að Viðlagatrygging hefði greitt vegna skemmda á húsnæðinu vegna jarðskjálftana 2008 kr. 2.044.003.

4. Framkvæmdir og ráðstöfun bóta.

Fundarmenn voru sammála um að allar greiddar bætur vegna húsnæðisins myndu fara í framkvæmdir á því. Þá var einnig farið yfir að áætlað er á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins að kr. 2.500.000 fari í framkvæmdir á Félagsheimilinu. Þegar er búið að skipta um aðal rafmagnstöflu í húsinu og mála anddyri, salerni og kaffistofu auk framkvæmda í kjallara í kjölfar vatnstjónsins. Fundarmenn voru sammála að fara í eftirfarandi framkæmdir:

· Endurnýja rofatöflu á sviði.

· Gera við pappa við niðurföll á þaki.

· Setja gólfdúk á flest rými í kjallara, tröppur, anddyri við bakdyr og á hliðarrými á sviði.

· Klára að mála í kjallara og í bakinngangi upp að hliðarsviði.

· Setja nýjan gólfdúk í stiga og stigapall að textilstofu og íbúð.

· Setja handrið við hjólastólaramp við inngang og við inngang í tengirými.

· Kaupa nýtt bollastell 250 stykki.

5. Önnur mál

Fundarmenn ræddu að eignarhlutföll í Félagsheimilinu séu ekki enn rétt skráð skv. opinberum skrám en búið var að samþykka að eignarhlutur sveitarfélagins í Félagsheimilinu sé 90%, Kvennfélagins 5% og Ungmennafélagsins 5%. Sveitarstjóra falið að ganga frá því að þessari skráningu á eignarbreytingum væri komið í rétt horf.

Ekki fleira tekið fyrir. Fundi var slitið 17:00.