Fundur nr. 1 Vinnuhópur v/Ljósuborgar

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Fundargerð vinnuhóps vegna húsnæðisþarfa skólanna á Borg.

Fundurinn haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg þriðjudaginn 9. febrúar 2010, kl. 15:30

 

Á fundinn mæta nefndarmenn

Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri og ritari fundarins.

Hilmar Björgvinsson, skólastjóri grunnskólans Ljósuborgar.

Hallveig Ingimarsdóttir, skólastjóri leikskólans Kátuborgar.

Sigríður Magnúsdóttir arkitekt.

Páll Tryggvason, húsasmíðameistari.

Ágúst Gunnarsson, fulltrúi sveitarstjórnar.

Sverrir Sigurjónsson, fulltrúi sveitarstjórnar.

Gert er ráð fyrir að fundargerð verði færð í tölu og send fundarmönnum í tölvupósti.

1. Sveitarstjóri setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Farið var yfir tilgang vnnuhópsins en hann er að athuga með (þarfagreina) húsnæðismál skólanna á Borg en sveitastjórn hefur samþykkt að 9. bekkur verði tekinn inn í Grunnskólan Ljósuborg haustið 2011 og síðan 10. bekkur haustið 2012.

2. Fundarmenn ræddu um markmið vinnunar og voru sammála að það þyrfti að taka tillit til margra óvissuþátta og skynsamleg gæti verið að gera tillögu að fleiri en einum möguleika á lausn húsnæðismála skólanna. Farið var síðan yfir teikningar af þeim byggingunum sem snúa að skólamálunum.

3. Fundarmenn fóru síðan í skoðunarferð um stjórnsýsluhús, grunnskóla, félagsheimili og leikskóla. Ræddir voru samhliða möguleikar um betri nýtingu þess húsnæðis sem þegar er notað undir skólana og hugsanlega hvað væri hægt að gera til að auka húsnæði sem nýta mætti undir grunnskóla og bæta starfsmannaaðstöðu. Var m.a. litið til þess hvernig nýta mætti betur efri hæð félagsheimilis og innanhússbreytingar á skólahúsnæðinu. Þá var einnig rætt um stækkunarmöguleika með viðbyggingu og/eða tengibyggingu við félagsheimili eða grunnskóla. Þá var rætt um hvernig menn sæju fyrir framþróun leikskólans.

4. Fundarmenn voru sammála um að fela Sigríði arkitekt að koma með lauslegar hugmyndir um þær lausnir sem gætu staðið til boða varðandi framþróun á húsnæði skólanna en þær gætu verið nokkrar án þess þó að leggja í mjög mikla vinnu við að útfæra þær. Samþykkt var halda næsta fund nefndarinnar þriðjudaginn 2. mars nk. kl. 16:00 á Borg þar farið yrði yfir þessar vinnuhugmyndir.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 18:00

Jón G. Valgeirsson, ritari,