Fundur nr. 197–15.02.2007

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

197. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg fimmtudaginn 15. febrúar 2007 kl. 9.00 fh.

Fundinn sátu:    Ingvar Ingvarsson.

                         Ásdís Ársælsdóttir.

                         Ólafur I Kjartansson.

                         Gunnar Þorgeirsson.

                         Hildur Magnúsdóttir.

                         Sigurður Jónsson fundarritari.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Í upphafi fundar leitaði oddviti afbrigða:

 

a) Heimild til að láta hreinsa   borholu að  Borg.

  .

1.   Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. febrúar  2007

       liggur  frammi á fundinum.

 

2.  Fundargerðir

a) Fundargerð 34. fundar skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu 8. febrúar

        2007 .  Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.

 

3. Aðalskipulagsbreytingar
    a)   Aðalskipulag  í landi Hæðarenda, Fossvellir.

Breyting á aðalskipulagi, Hæðarendi – samþykkt eftir auglýsingu. Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014, Fossvellir í landi Hæðarenda.  Í breytingunni felst að núverandi frístundabyggðasvæði sunnan Búrfellsvegar, meðfram Hæðarendalæk, stækkar bæði til vesturs og austurs. Samtals bætist við um 32 ha af svæði fyrir frístundabyggð.  Tillagan var í kynningu frá 14. desember 2006 til 11.janúar 2007 með athugasemdafresti til 25. janúar 2007. Engar athugasemdir bárust. Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar dags. 18. janúar 2007 þar sem fram kemur að ekki ætti að byggja nær Hæðarendalæk en 100 m og að gera ætti ráð fyrir gönguleið meðfram læknum. Sveitarstjórn samþykkir breytinguna samhljóða skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga. Í ljósi þess að á nærliggjandi svæðum fyrir frístundabyggð er gert er ráð fyrir 50 m fjarlægð bygginga frá Hæðarenda- og Búrfellslæk er miðað við sömu fjarlægð á þessu svæði

 

b) Aðalskipulag í landi Kiðjabergs.

Breyting á aðalskipulagi, Kiðjaberg – samþykkt eftir auglýsingu. Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 í landi Kiðjabergs. Í breytingunni felst að á um 5,4 ha svæði úr landi Kiðjabergs, á svokölluðum Langatanga, er landnotkun breytt úr opnu svæði til sérstakra nota í svæði fyrir frístundabyggð. Tillagan var í kynningu frá 14. desember 2006 til janúar 2007 með athugasemdafresti til 25. janúar 2007. Engar athugasemdir bárust. Sveitarstjórn samþykkir breytinguna samhljóða skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga

 

c) Aðalskipulag í landi Miðengis Bústjórabyggð.

Breyting á aðalskipulagi, Miðengi – tillaga. Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 í landi Miðengis.  Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir að um 18,5 ha svæði í landi Miðengis á horni Miðengisvegar og Biskupstungnavegar verði að svæði fyrir frístundabyggð í stað þess að vara landbúnaðarsvæði. Svæðið er innan svæðis á náttúruminjaskrá. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins þar til umsögn Umhverfisstofnunar liggur fyrir.

 

d) Aðalskipulag í landi Syðri Brúar.

Breyting á aðalskipulagi, Syðri-Brú – tillaga  Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 í landi Syðri-Brúar. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir að svæði fyrir frístundabyggð stækkar um 45 ha austan þjóðvegar nr . 36 á kostnað landbúnaðarsvæðis og opins svæðis til sérstakra nota. Einnig er gert ráð fyrir að efnistökusvæði falli út auk þess sem opið svæði næst þjóðvegi verður að opnu svæði til sérstakra nota í stað landbúnaðarsvæðis.  Sveitarstjórn samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 2. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

3. Erindi frá samgöngunefnd Alþingis .  Umsögn um vegalög  .437. mál heildarlög.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóa að vísa málinu til Samgöngu og atvinnumálanefndar til umsagnar.

 

4.   Heimil til að láta hreinsa  borholu að á Borg.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóa að veitt verði kr 2.500.000 í hreinsun á borholunni enda verði gert ráð fyrir þessum útgjöldum við endurskoðun á fjárhagsáætlun 2007.

 

5. Til kynningar

a)      Drög  að samningi um samstarf oddvita uppsveita Árnessýslu

b)      Fundargerð 46. fundar Héraðsnefndar Árnesinga.

c)      Fundargerð 91. fundar Skólaskrifstofu Suðurlands.

d)     Fundargerð 96. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30.