Fundur nr. 200–17.04.2007

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Fundargerð.

200. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg þriðjudaginn 17. apríl  2007 kl. 13.00 eh.

Fundinn sátu.

Ingvar Ingvarsson

Sigurður K. Jónsson

Ólafur Ingi Kjartansson

Gunnar Þorgeirsson

Hildur Magnúsdóttir

Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð

Oddviti leitaði afbrygða

a)      Heimild fyrir sveitarstjóra að ganga til samninga um lagningu kaldavatnslagnar frá Seyðishólum að Kerengi.

b)      Minnisblað frá VGK Hönnun um áætlun um endurskipulagningu efnistöku í Seyðishólum til kynningar.

 

Dagskárbreyting samþykkt þannig að liður 5 verði tekin fyrst fyrir.

 

1.      Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 17. mars  2007 liggur frammi á fundinum.

 

2.      Fundargerðir.

a)              Fundur  Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu 27.03.07.

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða

b)              Fundargerð leik og grunnskólaráðs, 11.04.07

C – listinn gerir athugasemd við fundargerð Leik- og Grunnskólaráðs.  Í fyrstu málsgrein er ritað að fundarboð var með of stuttum fyrirvara og því til staðfestingar var Gunnari Þorgeirssyni nefndarmanni sendur tölvupóstur einum degi fyrir fund og varamaður Hildur Magnúsdóttir var boðuð með símtali þegar fundurinn var hafinn !!  Gerð er alvarleg athugasemd um að farið sé eftir reglum um fundarboð þannig að minnihluti hafi kost á því að sinna skyldum sínum og mæta á þá fundi sem þeir eru kosnir til.  Í ljósi  þessa atviks óskar C- listinn eftir að fyrirkomulagi á boðun funda á vegum sveitarfélagssins verði komið í fastar skorður. 

 

Sveitarstjórn samþykkir að stofnuð verði nefnd til að undirbúa framkvæmdir á skólalóðinni og gera tillögur um þær til sveitarstjórnar.  Í nefndinni sitja sveitarstjóri, skólastjóri, fulltrúi ungmennafélagsins, fulltrúi foreldrafélagsins og fultrúi starfsmanna  skólans.  Sveitarstjóri sér um að boða til fyrsta fundar. 

 

Varðandi umræður um viðbótarkennslustofu felur sveitarstjórn sveitarstjóra í samráði við skólastjóra að koma með tillögur til sveitarstjórnar hvernig finna megi lausn á þessu vandamáli

 

c)              89. fundur félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu, 06.02.07.

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða

d)              90. fundur félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu, 06.03.07.

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða

e)              91. fundur félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu, 27.03.07.

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða

 

3.   Tillaga að kennslukvóta fyrir Grunnskólann Ljósaborg skólaárið 2007-2008 og ósk um viðbótarkennslukvóta fyrir Grunnskólann Ljósaborg skólaárið 2007-2008.

Oddviti gerir grein fyrir því að skólastjóri hafi tjáð honum að inn í kennslukvótann vanti ca. 30% stöðugildi skólaliða vegna bókasafns og  ritara.  Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum um tímafjölda við kennslu við Ljósuborgarskóla árið 2007-2008 óskar sveitarstjórn eftir að Skólaskrifstofa Suðurlands verið falið að yfirfara tillögurnar og jafnframt að rökstyðja aukningu stuðingsfulltrúa úr 65% í 80%. stöðuhlutfall.  Sveitarstjórn heimilar skólastjóra að endurráða þá starfsmenn sem vilja vinna áfram við skólann.

 

4   Aðalskipulagstillaga.  Tilllaga um breytingu á aðalskipulagi  á Borg.

Pétur H. Jónsson skipulagsfræðingur kom á fundinn og kynnti endurskoðun um aðalskipulag.  Hildur Magnúsdóttir lagði fram skýringar landeiganda að aðalskipulagsbreytingu við uppdrátt sem liggur frammi á fundinum.  Sveitarstjórn samþykkir að stofna vinnuhóp sveitarfélagins, skipulagsfulltrúa og landeiganda á Borgarsvæðinu til að vinna að framgangi verksins og felur oddavita boða til fundar um málið.

 

5.    Erindi vegna deiliskipulags í Oddsholti, frá Félagi sumarbústaðaeigenda á svæðinu.

Bréf Sigurðar Sigurðarsonar dags. 28. mars 2007 f.h. félags sumarbústaðaeigenda í Oddsholti er lagt fram þar sem gerð er athugasemd við kynningu á nýju deiliskipulagi Lyngborga sem liggur upp að Oddsholti að austan og sunnan. Einnig er gerð athugasemd við aðkomuveg í gegnum hverfið sem liggur fast að girðingu umhverfis Oddsholt. Deiliskipulagið var samþykkt til auglýsingar í sveitarstjórn þann 26. október 2006 og var auglýst í Lögbirtingablaðinu, Glugganum og Blaðinu þann 14. desember 2006. Frestur til að gera athugasemdir var til 25. janúar 2007 og bárust engar athugasemdir á kynningartíma. Deiliskipulagið var sent Skipulagsstofnun til afgreiðslu en ekki var tekin afstaða til málsins þar sem talið var að sveitarstjórn þyrfti að taka fyrir athugasemdir félags sumarbústaðaeigenda í Oddsholti, þó svo að þær hafi borist löngu eftir að athugasemdafrestur rann út.

Varðandi kynningu á deiliskipulaginu þá bendir sveitarstjórn á að umrætt deiliskipulag hafi verið kynnt á sama hátt og aðrar skipulagstillögur sem hafa verið til meðferðar í sveitarfélögum uppsveita Árnessýslu undanfarin misseri, þ.e. kynnt með áberandi hætti (heilsíðu auglýsingu) í héraðsblaði og blaði sem gefið er út á landsvísu. Varðandi legu vegarins þá var að sögn landeiganda ákveðið að vera með hann á þessu stað þar sem áætlað er að leggja reiðveg meðfram byggðinni að austanverðu. Ef bílvegurinn hefði verið að austanverðu hefði reiðvegurinn þurft að vera á þeim stað sem bílvegurinn er núna en ekki var talið æskilegt að beina þeirri umferð í gegnum mitt hverfið. Vegsvæðið sjálft er einnig tiltölulega breitt og er vegurinn sjálfur í nokkurri fjarlægð frá girðingu við Oddsholt. Ljóst er að eitthvað ónæði mun skapast fyrir nærliggjandi lóðarhafa á meðan framkvæmdum stendur en slíkt ástand er einungis tímabundið.

Að mati sveitarstjórnar er ekki tilefni til að breyta deiliskipulaginu í samræmi við óskir félags sumarbústaðeigenda í Oddsholti.

 

6.    Heilmild til að ganga til samninga milli Bláskógarbyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps um skólagöngu eldri barna í Grímnes- og Grafningshreppi í  Grunnskóla Bláskógabyggðar og yngri barna úr Bláskólabyggð í Ljósaborgarskóla.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá gagnkvæmum  samningum við Bláskógabyggð um greiðslu vegna skólagöngu barnanna.

 

7.   Endurnýjun á samningi um sorphirðu í sveitarfélaginu til eins árs.

Drög að samningi við Gámaþjónustuna liggur frammi á fundinum um endurnýjun á samningi til eins árs. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi við Gámaþjónustuna.

 

8. Reglur um minka- og refaveiðar.

Sveitarstjórn ræddi um reglur um minka- og refaveiðar í sveitarfélaginu fyrir árið 2007-2008. Sveitarstjórn samþykkir að skráðir ábúendur á lögbýlum í sveitarfélaginu eða aðili í hans umboði sem uppfylla skilyrði veiðimálastjóra um veiði á mink fái greitt viðmiðunargjald viðmiðunargjaldskrár Umhverfisráðuneytis fyrir minka- og refaveiðar fyrir árið 2007 fyrir veidda minka, enda hafi ábúandi veitt þá á sínu landi.  Sveitarstjórn samþykkir að greiða samningsbundnum  veiðimönnum sveitarfélagsins tvöfalt viðmiðunnargjald viðmiðunargjaldskrár Umhverfisráðuneytisins.  Veiðitímabil á ref er frá frá 1. apríl til 31. ágúst 2007.  Sveitarstjórn heimilar oddvita að veita skráðum veiðimönnum sveitarfélagsins að stunda tímabundnar vetrarveiðar enda afli þeir tilskilinna leyfa til veiðanna. Oddviti skal upplýsa sveitarstjórn ef hann veitir slíkt leyfi.   Sveitarstjórn samþykkir að greiða kr. 7.000,  fyrir hnit á áður óhnitsettu greni.  Að öðru leyti gilda reglur Veiðimálastofnunar.   Sveitarstjórn felur sveitastjóra að ganga til samninga við Jón M. Sigurðsson og Viðar B. Þórðarson um minka- og refaveiðar fyrir Grímsnes- og Grafningshrepps  frá 17. apríl 2007- 1. maí 2008.  Fulltrúar C-listar sitja hjá við afgreiðslumálsins.

 

9. Erindi frá Grunnskóla Bláskógarbyggðar um fjárframlag v/ ferðar 10. bekkinga til     Danmerkur.

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja ferðalag 10. bekkinga um kr. 54.486.

 

10. Erindi frá Kvennfélaginu.

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Kvennfélagið um kr. 100.000.

 

11. Erindi frá Samtökum Herstöðvarandstæðinga.

Sveitarstjórn hafnar erindinu og telur að ekki sé þörf á að hvert og eitt einstakt sveitarfélag sé með slíkar yfirlýsingar þar sem slík mál eru alfarið á ábyrð ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands.

 

12. Umsókn um endurnýjun á  veitingaleyfi v/Þrastarlundar.

Sveitarstjórn samþykkir að mæla með endurnýjun á veitingaleyfi v/Þrastarlundar.

 

13. Umsókn um vínveitingaleyfi fyrir Golfskálann í Kiðabergi.

Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi sem aðrir aðilar sem um málið fjalla geri það einnig.

 

14. Samningur um Laugaráslæknishérað

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar til fyrir liggur hvernig 12. gr. samningsins mun endanlega hljóða.

 

15.  Ósk um styrk vegna íþrótta og leikjanámskeiða á Sólheimum sumarið 2007.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og  samþykkir að fela sveitarstjóra og oddvita að ræða við umsækjendur um mögulega samvinnu í málsflokknum. Íþrótta- og leikjanámskeið hefur verið haldið á Borg á vegum  ungmennafélagsins  Hvatar,  þar sem verið hefur hefðbundin íþróttanámskeið og fengin leiðbeinandi frá Ungmannafélagi Ísland, en vegna jarðrasks á svæðinu er ekki auðséð að það gangi þetta sumar. Einnig er sveitarstjóra og oddvita falið að ræða við forsöðumenn Sólheima um möguleika á samvinnu um hefðbundna  unglingavinnu  í  Grímsnes og Granfningshrepps sumarið 2007 . 

 

16 . Ósk um að Grímsnes- og Grafningshreppur gerist styrktaraðili Sesseljuhúss á Sólheimum

Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 

17.  Ósk um að Grímsnes- og Grafningshreppur styrki menningarvöku á Laugarvatni 9. júní.

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja menningarvöku á Laugarvatni  um kr. 35.000.

 

18.  Ósk um að Grímsnes- og Grafningshreppur  styrki Kammerkór Suðurlands vegna ferðar til Frakklands í júní 2007.

Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 

19. Ósk um að Grímsnes- og Grafningshreppur  styrki Skálholtskórinn vegna fyrirhugaðrar ferðar kórfélaga til Rómar .  

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja kórinn um kr. 10.000.

 

20. Kosning  varamanns í kjörstjórn vegna alþingis- og sveitarstjórnarkosninga

Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Helgu Helgadóttir Vaðnesi  sem varamann í kjörstjórn vegna alþingis- og sveitarstjórnarkosninga.

 

21. Seyðishólar.

a)  námusamningar

Sveitarstjorn telur í ljósi þeirrar umræðu sem er í þjóðfélaginu um umhverfismál, erindis UST og þeirrar staðreyndar að eingöngu skráð og samþykkt námusvæði megi nýta til efnistöku og  að óvíst er hversu  margir landeigendur geti tekið efni til eigin nota eða til að þjónusta aðra um efni , telur sveitarstjórn að það verði að ganga til formlegra samninga við þá aðila sem hún velur til að sjá um efnistöku úr löglega skráðum námum sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra í samráði við skipulagsfulltrúa vegna staðsetningar og námuleyfis að ganga til samninga til 4. ára við Jón Ingileifsson á  Svínavatni á því svæði sem hann hefur verið að sinna undanfarin ár. Einnig er sveitarstjóra í samráði við skipulagsfulltrúa skv. ofansögðu falið að ganga til samninga til sama tíma við Árna Þorvaldsson f.h. Bíldverks ehf,  um skipulagða námuvinslu á því svæði  sem  nú er notað til losunnar jarðvegsúrgangs en fyrir liggur umsókn hans um efnistöku á því svæði.  Sigurður Jónsson situr hjá við afgreiðsluna..  

 

b) Losunarstaður jarðvegsúrgangs.

Sveitarstjórn samykkir að fyrri ákvörðun um að heimila losun jarðvegsúrgangs í hluta námasvæðisins í Seyðishólum verði breytt og svæðinu lokað fyrir losun,  enda úrgangurinn þegar farin að leggjast yfir skipulagt námusvæði þar sem er gott efni til annara nota. 

 

c) Fyrirspurn frá UST.

Sveitarstjórn lýsir því yfir að bréf UST byggi á misskilningi þar sem öll námutaka í landi sveitarfélagsins sé skv. gildandi leyfum.  Sveitarstjórn geti hins vegar ekki tekið ábyrgð  því hvernig efnistöku og leyfum sé háð varðandi aðra landeigendur í landi Seyðishóla.

 

Hinsvegar verður í framhaldi af erindinu haft samband við skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins og honum falið að senda erindi til allra þeirra  sem sveitarstjórn og/eða embættinu er kunnugt um að hafi opnar námur, hvort heldur þær eru til eigin nota eða annara nota svo sem að þjóna vegagerðinni með efnistöku vegna viðhalds eða nýlagningu vega og þeir beðnir að gera grein fyrir heimildum til námutöku og stærð námusvæðisins.

 

22. Erindi frá Neytendastofu vegna sölu grunnskóla á mat til nemenda.

Sveitarstjórn lýsir því yfir að erindi Neytendastofu eigi ekki við um mötuneytismál grunnskólans þar sem grunnskólinn og mötuneytismál hans þetta skólaárið er alfarið á vegum Grunnskóla Bláskógabyggðar.  Hins vegar eru mötuneytismál leikskólans á vegum sveitarfélagsins en tækifærið var notað til að bæta fæðið og hollustu þess og vera með ávexti- og grænmeti á milli mála, sem og var einnig gert í grunnskólanum.  Hefur það mælst vel fyrir hjá foreldrum og börnum.

 

23. Önnur mál

a) Heimild fyrir sveitarstjóra að ganga til samninga um lagningu kaldavatnslagnar frá Seyðishólum að Kerengi.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til saminga um lagningu kaldavatnslagnar frá Seyðishólum að Kerengi á grundvelli verðkönnunar sem fram fór vegna lagnarinnar.

 

b)      Minnisblað frá VGK Hönnun um áætlun um endurskipulagningu efnistöku í  Seyðishólum lagt fram til kynningar.

 

 

 

24. Til kynningar.

a)   Tillaga að breytingu á aðal- og deiliskipulagi í landi Efri-Brúar.

b)   Bréf til Félagsmálaráðherra, dags. 22.03.2007 vegna fyrirhugaðrar starfssemi að Efri Brú

c)   Bréf frá Garðari  Briem hrl v/sumarbústaðar að Réttarhálsi 7.

d)   Bréf Félagsmálaráðuneytisins 12.03.2007 vegna fyrirspurnar um þjónustusamning ríkisins við Sólheima.

e)   Bréf Félagsmálaráðuneytisins 21.03.2007 um framlag vegna nýbúafræðslu fyrir 2007

f)    Bréf frá Varasjóði húsnæðismála 29.03.2007 v/úthlutunar rekstrarframlaga félagslegra íbúða v/2006.

g)   Bréf frá Hagþjónustu landbúnaðarins 23.03.2007 um Lögbýlaskrá ríkisins.

h)   Tikynning frá Lánasjóði Sveitarfélaga ohf um eignarhlut og inneign Grímsnes- og Grafningshrepps í sjóðnum.

i)    Heilbrigðisnefnd Suðurlands.  Fundargerð 97. stjórnarfundar.

j)    SASS.  Fundargerð 401. stjórnarfundar.

k)   Atvinnuþróunarfélag Suðurlands.  Fundargerð 265. stjórnarfundar.

l)    Sorpstöð Suðurlands bs.  Fundargerð 140. stjórnarfundar.

m)  Skólaskrifstofa Suðurlands.  Fundargerð 93. stjórnarfundar.

n)   Fundargerð ársfundar sveitarsjórna uppsveita Árnessýslu 13.03.2007.

o)   Árskýsla Fræðslunets Suðurlands 2006 liggur frammi.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 15:30