Fundur nr. 202–16.05.2007

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Fundargerð.

202. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg miðvikudaginn 16. maí  2007 kl. 9.00 fh.

Fundinn sátu.

Ingvar Ingvarsson

Sigurður K. Jónsson

Ólafur Ingi Kjartansson

Gunnar Þorgeirsson

Hildur Magnúsdóttir

Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Fundargerðin var færð í tölvu

 

Oddviti leitaði afbrigða

a)              5. fundur  Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu 15.05.07.

 

Dagskárbreyting samþykkt þannig að liður 10 verði tekin fyrst fyrir og liður 15 falli út.

 

1.      Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. maí  2007 liggur frammi á fundinum.

 

2.      Fundargerðir.

b)              Fundargerð skólalóðanefndar, dags. 04.05.2007.

Fundargerð lögð fram.

c)              Fundargerð Foreldraráðs í Grunnskóla Bláskógabyggðar, dags. 23.04.2007.

Fundargerð lögð fram.

 

3.  Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps 2006.

Ársreikningar sveitarfélagsins fyrir árið 2006 lagðir fram til fyrri umræðu. Á fundinn mætti Einar Sveinbjörnsson endurskoðandi og útskýrði reikningana.  Oddviti þakkaði Einari góð störf.  Ársreikningi vísað til annarar umræðu.

 

4.   Beiðni  nafn á íbúðarhús úr landi Syðri-Brúar og um stofnun lögbýlis.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti að húsið fái að heita Grashóll en bendir á að umsækjendur þurfi að sækja um nafnið til Örnefnastofnunar.   Hvað varðar umsókn um stofnunar lögbýlis er á það bent að umsækjendur þurfi að beina erindi sínu í formlega leið til landbúnaðarráðuneytisins væntalega í samráði við skráðan lóðareiganda hússins Steinar Árnason ehf, áður en sveitarstjórn geti tekið formlega afstöðu til beiðnarinnar.

 

5.    Heimild til að ráða starfsfólk í íþróttahús og sundlaug.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra í samráði við forstöðumann íþróttamannvirkja að ganga frá ráðningu 3-4 sumarstarfsmanna við íþróttahús og sundlaug og í því sambandi að ganga frá ráðingu Sigurdísar Sigurðardóttir frá Þórisstöðum og Guðmundar Helga Harðarsonar frá Haga sem sumarstarfsmanna.

 

6.    Heimild til að auka starfshlutfall Kristínar Karlsdóttur á skrifstofu sveitarfélagsins úr 67% í 100%. 

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá ráðningu Kristínar Karlsdóttur í fullt starf  á skrifstofu sveitarfélagins frá og með 1. júní nk.  Gert verður ráð fyrir þessu í endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2007.

 

7.    Heimild til að undirrita samning við Tölvumiðlun um aukaforrit vegna veitukerfis.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi við Tölvumiðlun um aukaforit vegna veitukerfis á grundvelli framlagðs samnings.

 

8.    Staða leigutaka í áhaldahúsi sveitarfélagsins.

Bréf sveitarstjóra til leigutaka kynnt og samskipti við leigutaka.  Sveitarstjóra falið að fylgja eftir rýmingu leigutaka í áhaldahúsinu í samræmi við framlagt bréf.

 

9.    Skólalóð.  Heimild til að láta vinna útboð á framkvæmdum á skólalóð skv. framlögðum hugmyndum arkitekts og ganga til samninga við KSÍ vegna sparkvallar.

Teikningar Birkis Einarssonar landslagsarkitekts af skólalóð kynntar og farið yfir hugsanlegar breytingar á þeim.  Jafnframt var lögð fram til kynningar kostnaðaráætlun Birkis vegna framkvæmda á skólalóð.  Þá var samingur um sparkvöll við KSÍ lagður fram. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að láta klára vinnu við hönnun skólalóðar á grunni framkomna hugmynda og í samráði við skólalóðanefnd og skipulags- og byggingarfulltrúa og ganga í framhaldinu til samninga við KSÍ um sparkvöll og láta hefja framkvæmdir við skólalóðina.

 

10.    Skipan nýs varaskoðunarmanns ársreikninga sveitarfélagins fyrir C-lista.

Borist hefur bréf, dags. 08.05.2007, frá Guðmundi Þorvaldssyni skoðunarmanni sveitarfélagsins þar sem hann taldi sér ekki fært að vera skoðunarmaður sveitarfélagsins fyrir ársreikning sveitarfélagsins 2006.  Á símafundi þann 11. maí s.l. samþykkti sveitarstjórn að Björgvin Sveinsson verði varaskoðunarmaður ársreikninga sveitarfélagsins, í stað Lindu Sverrisdóttur sem óskaði eftir lausn frá því starfi, og að skipan hans yrði síðan formlega staðfest á sveitarstjórnarfundi þann 16. maí.  Sveitarstjórn staðfestir samhljóða að Björgvin Sveinsson verði varaskoðunarmaður ársreikninga sveitarfélagsins.

 

11.    Heimild til að ganga til samninga við Kvenfélagið um að sjá um framkvæmd      Grímsævintýris og styrkur vegna þess.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Kvenfélagið um að það sjái um framkvæmd Grímsævintýris og samþykkir að veita Kvenfélaginu kr. 500.000 í styrk vegna þess. 

 

12.    Umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Vottunarstofunar Túns ehf.

Sveitarstjórn samþykkir að fela Ingvari Ingvarssyni oddvita að fara með atkvæði sveitarfélagins á aðalfundi Vottunarstofunnar Túns ehf á aðalfundi félagsins þann 21. maí 2007. 

 

13.    Beiðni um kaup á hlutafé í Vottunarstofunni Túni ehf vegna hækkunar hlutfjár félagsins.

Sveitarstjórn hafnar því að auka hlutafé sitt í Vottunarstofunni Túni ehf

 

14.    Bréf frá Landsbjörg.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að finna lausn á málinu í samráði við viðeigandi aðila.

 

15.    Önnur mál.

a)      5. fundur  Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu 15.05.07.

Sveitarstjórn beinir þeim tilmælum til byggingar- og skipulagsfulltrúa að hraða breytingum á nafninu Undirhlíðar í Minna-Mosfelli þar sem það heiti er þegar til á Sólheimum.  Sveitarstjórn samþykkir að öðru leyti fundargerðina samhljóða.

 

16. Til kynningar

a)   Samningur um garða og sláttuþjónustu liggur frammi á fundinum

b)   Bréf Óskars Sigurðssonar hrl v/greingargerðar um Grafningsafrétt liggur frammi á fundinum.

c)   Bréf til RARIK

d)   Stefna stjórnvalda í byggingarlist liggur frammi á fundinum

e)   SASS.  Fundargerð 403. stjórnarfundar.

f)    Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð 141. stjórnarfundar.

g)   Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð 142. stjórnarfundar.

h)   Atvinnuþróunarfélag Suðurlands.  Fundargerð 266. stjórnarfundar.

i)    Viðbragðsáætlun vegna sorphirðu komi til heimsfaraldurs inflúensu

j)    Skýrsla um starfssemi Byggðasafns Árnesinga og Sjóminnjasafnsins á Eyrarbakka árið 2006 liggur frammi á fundinum.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 11:00