Fundur nr. 203–07.06.2007

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Fundargerð.

203. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg fimmtudaginn 7. júní  2007 kl. 9.00 fh.

Fundinn sátu.

Ingvar Ingvarsson

Sigurður K. Jónsson

Ólafur Ingi Kjartansson

Gunnar Þorgeirsson

Hildur Magnúsdóttir

Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Fundargerðin var færð í tölvu

Oddviti leitaði afbrigða

a)              6. fundur  Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu 05.06.07.

b)              Umsókn að breyta lóðum við Klausturgötu C úr frístundabyggð í heilsársbyggð.

c)              Bréf fá Jöfnunarsjóði vegna framlags til sérþarfa fatlaða nemanda í grunnskólum lagt fram.

d)              Heimasíða sveitarfélagsins.

e)              Moldvirði á Borgarsvæðinu.

f)                Reiðvegur með Biskupstungnabraut.

 

1.      Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. maí  2007 liggur frammi á fundinum.

 

2.      Fundargerðir.

a)      37. fundur skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu, 22.05.07.

Varðandi lið 12 þá beinir sveitarstjórn því til byggingaraðila að heppilegt sé að láta afmarka sér lóð undir húsið.

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina

b)   Fundargerð skólalóðanefndar, dags. 24.05.2007

Fundargerð lögð fram.  Sveitarstjórn heimilar sveitarstjóra að ganga til samninga um framkvæmdir á einstaka verk þáttum skólalóðar án útboðs til að flýta fyrir verkinu.

c)   Fundargerð Leik- og Grunnskólaráðs, dags. 16.05.2007.

Fundargerð lögð fram og staðfest.

d)   92. fundur félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu, 08.05.07.

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða

 

 

 

3.  Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag

      a)   Úlfljótsvatn

Aðalskipulagsbreyting

Lögð fram endurskoðuð tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 í landi Úlfljótsvatn, á svæði vestan við vatnið. Á fundi sveitarstjórnar þann 18. janúar 2007 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á því svæði sem hér um ræðir og hafði fengist heimild hjá Skipulagsstofnun að auglýsa breytinguna. Nú er lögð fram endurskoðuð tillaga sem felst í því að svæðið minnkar nokkuð frá því sem áður var og er nú eingöngu gert ráð fyrir að nyrsti hluti svæðisins breytist í frístundabyggð en ekki allt svæðið vestan vatnsins. Ekki er þörf á að leita heimildar Skipulagsstofnunar á ný.  Sveitarstjórn heimilar auglýsingu á aðalskipulagsbreytingu. skv. 1. mgr. 21. gr. Skipulags- og byggingarlaga.       

 

Deiliskipulag

Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Úlfljótsvatn. árið 2006 var deiliskipulag svæðisins auglýst ásamt aðalskipulagsbreytingu en fallið var frá þeim hugmyndum sam þar voru kynntar og ákveðið að skipuleggja svæðið upp á nýtt. Skipulagssvæðið er 67,6 ha og er staðsett á nyrsta hluta jarðarinnar og afmarkast af Hagavík til suðurs, landamerkjum við Villingavatn til vestur, lóðarmörkum Landsvirkjunar við Steingrímsstöð til norðurs og Úlfljótsvatni til austurs. Gert er ráð fyrir 59 lóðum á bilinu 5.000 – 16.000 fm að stærð þar sem heimilt verður að reisa 80 – 250 fm frístundahús og allt að 50 fm aukahús, en hámarksnýtingarhlutfall lóðar er 3%. Fjórar lóðir eru þegar byggðar. Aðkoma að svæðinu verður um núverandi veg í landi Landsvirkjunar að núverandi frístundahúsum. Sveitarstjórn heimilar auglýsingu á deiliskipulagi skv. 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um að heimild fáist hjá Landsvirkjun til að nýta veg um þeirra land sem aðkomu og að aukahús verði eigi stærri en 40m2.

 

4.   Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps 2007    

Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2006 lagður fram til seinni umræðu.  Helstu niðurstöður samantektar A og B hluta eru eftirfarandi:

Rekstrarniðurstaða                                                           kr. 238.571.191

Þar af hagnaður vegna sölu fastafjámuna og lóða          kr. 172.445.130.

Rekstarniðurstaða án áhrifa hagnaðar af  sölu eigna.     kr. 66.126.061

Eigið fé                                                                              kr. 668.077.991

Skuldir                                                                               kr. 187.371.802

Eignir                                                                                kr. 855.449.793

Ársreikningur samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn.

Sveitarstjórn samþykkir að halda borgarafund um ársreikninga sveitarfélagins í félagsheimilinu Borg þann 27. júní nk. kl. 20:00.

5.  Beiðni skólastjóra Ljósaborgar um landskika til gróðursetningar.

Sveitarstjórn samþykkir að leita eftir því við Skógræktarfélag Árnesinga að fá afmarkaðan reit til afnota til gróðursetningar.

 

6.   Beiðni skólastjóra Ljósaborgar um kaup á mentor.is og heimasíðugerð fyrir skólann.

Sveitarstjórn heimilar skólastjóra að ganga til samninga um kaup á mentor.is og láta gera heimasíðu fyrir skólann og gert veður ráð fyrir þeim kostnaði í endurskoðaðri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

 

7.    Heimild til að kaupa plasttanka við kaldavatnsveitu við Búrfell og að ganga til samninga um niðursetningu og tengingu þeirra.

Sveitarstjórn heimilar sveitarstjóra að ganga til samninga við Promens (Sæplast) um kaup á kaldavatnstöknum fyrir Búrfellsveitu og láta fara fram útboð/verðkönnun á niðursetningu og tenginu þeirra.

 

8.    Heimild til að ganga til samninga við VGK Hönnum um gerð efnistökuáætlunar í Seyðishólum.

Sveitarstjórn heimilar fyrir sitt leiti sveitarstjóra að ganga til samninga við VGK Hönnun á grundvelli fyrirliggjandi kostnaðaráætlunar um gerð efnistökuáætlunar í Seyðishólum enda liggi fyrir samþykki Árborgar að taka þátt í þeim kostnaði og að gera ráð fyrir þessum kostnaði í endurskoðaðri fjárhagsáætlun.

 

9.   Heimild til að styrkja íþrótta- og leikjanámskeiða á Sólheimum sumarið 2007. 

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja sameiginlegt  íþrótta og leikjanámskeið Grímsnes- og Grafningshrepps og Sólheima á Sólheimum sumarið 2007  um kr. 321.000.

 

10.    Ósk um umsögn um frumvarp til laga um réttindi og skyldur eiganda og leigjanda lóða í skipulagri frístundabyggð.

Sveitarstjórn frestar umsögn.

 

11.    Heimild til að ganga til samninga við Gröfutækni á grundvelli útboðs um 1. hluta Vaðnesveitu.

Opnuð voru tilboð í 1. hluta Vaðnesveitu.  4 tilboð bárust.  Lægstbjóðandi var Gröfutækni sem bauð kr. 15.637.000 í verkið en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 22.124.500.  Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og/eða oddvita að undirrita samning við Gröfutækni á grundvelli tilboðs  þeirra um 1. hluta Vaðnesveitu.

 

12.       Heimild til að ganga til samrekstrarsamninga við Orkubú Vaðnes ehf og Sumarhúsaeigendur í Vaðnesi v/Vaðnesveitu.

Kynnt eru drög að samrekstrarsamningum við Orkubú Vaðnes ehf og Sumarhúsaeigendur í Vaðnesi v/Vaðnesveitu.   Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningum  við Orkubú Vaðnes ehf og Sumarhúsaeigendur í Vaðnesi v/Vaðnesveitu á grundvelli fyrirliggjandi draga. 

 

 

13.       Sumarleyfi sveitarstjórnar.

Samþykkt að sveitarstjórn verði í sumarleyfi seinni fund í júlí og fyrri fund í ágúst.  Þannig verður síðasti fundur fyrir sumarleyfi 5. júlí og fyrsti fundur eftir sumarleyfi 16. ágúst.

 

14.    Beiðni um framkvæmdaleyfi frá Orkuveitu Reykjavíkur um borun í landi Öndverðanes.

Sveitarstjórn samþykkir að heimila Orkuveitu Reykjavíkur borun í landi Öndverðarnes og felur Skipulags- og Byggingarfulltrúa að ganga frá framkvæmdaleyfi. 

 

15.   Trúnaðarmál .

  Málið er fært til bókar í trúnaðarmálabók.

 

16.   Kosning í æskulýðs- og menningarmálanefnd og húsnefnd félagsheimilisins Borg

Kosnir voru fulltrúar í  æskulýðs- og menningarmálanefnd fyrir árið 2007-2010 þau Hörður Óli Guðmundsson, Áslaug F. Guðmundsdóttir, og Friðsemd Erla S. Þórðardóttur. Til vara var kosin Kristín Ólafsdóttir.  Þeim fyrstnefnda falið að boða til fyrsta fundar.

Kosin var fulltrúi í  húsnefnd félagsheimilisins Borgar fyrir árið 2007-2010 í stað Guðrúnar Þórðardóttur, Guðrún Bergmann.  Nefndin er þá þannig skipuð, Böðvar Pálsson, Guðrún Bergmann og Jón G. Valgeirsson og til vara Gunnar Þorgeirsson.  Þeim fyrstnefnda falið að boða til fyrsta fundar.

 

17.    Önnur mál.

a)      6. fundur  Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu 05.06.07.

Sveitarstjórn gerir athugasemd við lið 3457 að það þurfi nánari skilgreingu á staðsetningu.

Sveitarstjórn gerir einnig athugasemdir við lið 3450, 3459,3460, 3461 og 3472.  Ítrekuð er fyrri bókum að eignir verði skráðar með götunafni og götunúmeri.

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti samhljóða.

b)      Umsókn að breyta lóðum við Klausturgötu C úr frístundabyggð í heilsársbyggð.

Sveitarstjórn hafnar umsókninni á sömu rökum og umsókn um lögbýli var hafnað á sveitarstjórnarfundi

c)      Bréf fá Jöfnunarsjóði vegna framlags til sérþarfa fatlaða nemanda í grunnskólum.

Bréfið lagt fram á fundinum.

d)      Heimasíða sveitarfélagsins

Fulltrúar C-lista skora á meirhlutann að bæta heimasíðu sveitarfélagsins og auka upplýsingarflæði á síðunni.   Meirihlutinn upplýsir að verið sé að semja við aðila að taka að sér að sjá um heimasíðu sveitarfélagins.       

e)      Moldvirði á Borgarsvæðinu.

Í ljósi moldroks þann 31. maí sl. vill sveitarstjórn skora á framkvæmdaraðila golfvallar á Borgarsvæðinu að koma í veg að slíkt moldrok endurtaki sig. 

 

 

f)    Reiðvegur með Biskupstungnabraut.

Í ljósi framkvæmda Orkuveitu Reykjavíkur við Biskupstungnabraut í landi Snæfoksstaða er sveitarstjóra  falið að ræða við hagsmunaaðila um að fá að leggja reiðveg þar.  

 

18. Til kynningar

a)   Samningur við Tölvumiðlun um veitukerfi liggur frammi á fundinum.

b)   Samingur um gerð aðalskipulags liggur frammi á fundinum.

c)   Samningur við Kvenfélagið um framkvæmd Grímsævintýris liggur frammi á fundinum

d)   Kennararáðningar við Grunnskólann Ljósuborg, skólaárið 2007-2008.

e)   Bréf frá Landbúnaðarstofnun, dags. 16.05.2007, liggur frammi á fundinum.

f)    Fundargerð aðalfundar Túns ehf sem haldinn var 21.05.2007

g)   Bréf Félagsmálaráðuneytisins v/Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

h)   Fundargerð 12. fundar fræðaslunefndar Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps.

i)    Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð 143. stjórnarfundar.

j)    Heilbrigðisnefnd Suðurlands.  Fundargerð 99. stjórnarfundar.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 12:00