Fundur nr. 204–21.06.2007

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Fundargerð.

204. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg fimmtudaginn 21. júní 2007 kl. 9.00 fh.

Fundinn sátu.

Ingvar Ingvarsson

Sigurður K. Jónsson

Ólafur Ingi Kjartansson

Sverrir Sigurjónsson

Hildur Magnúsdóttir

Þórarinn Magnússon

Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu

Oddviti leitaði afbrigða

a) Aðalskipulagsbreytingar.

1) Breyting á aðalskipulagi á Borg v/hreinistöðvar og frárennslis.

2) Breyting á aðalskipulagi á Borg v/iðnaðarsvæðis.

3) Breyting á aðalskipulagi í landi Syðri-Brúar.

4) Ósk um breytingu á aðalskipulagi v/Hagavíkur í Grafningi.

b) Kjör oddvita og varaoddvita.

Óskað var eftir því að breyting verði gerð á dagskrá þannig að liður sem fellur undir önnur mál liður a) aðalskipulagsbreytingar nr. 1) breyting á aðalskipulagi á Borg v/hreinsistöðvar og frárennslis verði tekin fyrir fyrst. Hildur Magnúsdóttir víkur sæti og inn kemur sem varamaður hennar Þórarinn Magnússon

1. Önnur mál

a) Aðalskipulagsbreytingar.

1) Breyting á aðalskipulagi á Borg v/hreinistöðvar og frárennslis.

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes og Grafningshrepps 2002-2014 innan þéttbýlisins á Borg. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir um 1.600 m² iðnaðarsvæði undir hreinsistöð vestan við félagsheimilið á Borg. Að auki er gert ráð fyrir frárennslislögn frá iðnaðarsvæðinu sem nær um 560 m til vesturs, yfir núverandi landbúnaðarsvæði. Tillagan var í kynningu frá 26. apríl til 24. maí 2007 með athugasemdafresti til 7. júní. Ein athugasemd barst. Fyrir liggur umsögn heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá 19. júní sem lögð er fram á fundinum. Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulagsbreytinguna á iðnaðarsvæði undir hreinsistöð skv. 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga en frestar ákvörðun um legu og lengd einnar lokaðar frárennslislagnar úr hreinsistöð um land Stóru-Borgar að viðtakanum Höskuldslæk til næsta sveitastjórnarfundar. Tíminn verði notaður til að ná samkomulagi við landeigendur um lagnaleið. Sveitarstjórn felur Skipulagsfulltrúa að svara athugasemd í samráði við sveitarstjóra og lögmann sveitarfélagsins. C-listinn óskaði eftir fundarhléi. Þórarinn vék af fundi og Hildur kom í hans stað.

2. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. júní 2007 liggur frammi á fundinum.

3. Fundargerðir.

a) 38. fundur skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu, 14.06.07.

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða

b) 93. fundur félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu, 12.06.07.

Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að ekki hefur borist sundurliðuð kostnaðaráætlun vegna þeirra mála sem varða Grímsnes- og Grafningshrepp og sveitarstjóra falið að leita eftir svörum við því. Sveitarstjórn frestar að taka afstöðu til fundargerðarinar þar til kostnaðaráætlun liggur fyrir.

c) Fundargerð 144. stjórnarfundar Sorpstöð Suðurlands, 07.06.07.

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina og samþykkir fyrir sitt leyti að stjórn Sorpstöðvar Suðurlands bs. sé veitt heimild á kaupum á hlutafé í Förgun ehf sem tekin verður fyrir á félagsfundi í félaginu þann 27. júní nk.

4. Erindi frá Sorpstöð Suðurlands um sameiginlegt söfnunarkerfi fyrir pappír og umbúðarúrgangs.

Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í undirbúningi og samstarfi um sameiginlegt söfnunarkerfi fyrir pappír og umbúðir frá heimilum í Árnes- og Rangárvallarsýslu.

5. Umsókn um kalt vatn og tengingu við hitaveitu vegna frístundabyggðar úr landi Stærrabæjar.

Sveitarstjórn samþykkir að frístundabyggð úr landi Stærrabæjar geti tengst kaldavatnsveitu sveitarfélagsins enda liggi fyrir heimild í endurskoðari fjárhagsáætlun sveitarfélagsins um framkvæmdir og felur sveitarstjóra að svara landeiganda um frekari útfærslu verkefnisins. Sveitarstjórn tekur einnig jákvætt í erindi um tengingu við hitaveitu sveitarfélagsins að því gefnu að fyrir liggi upplýsingar landeiganda um fjölda notenda og uppbyggingu svæðisins og arðsemisútreikningar vegna veitunnar verði jákvæðir og að fyrir liggi heimild í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins til framkvæmda.

6. Umsókn um aðgang að vatns- og hitaveitu fyrir frístundahverfi á jörðinni Björk 1.

Sveitarstjórn samþykkir að frístundabyggð úr landi Björk 1 geti tengst kaldavatnsveitu sveitarfélagsins enda liggi fyrir heimild í endurskoðari fjárhagsáætlun sveitarfélagsins um framkvæmdir og felur sveitarstjóra að svara landeiganda um frekari útfærslu verkefnisins. Sveitarstjórn tekur einnig jákvætt í erindi um tengingu við hitaveitu sveitarfélagsins að því gefnu að fyrir liggi upplýsingar landeiganda um fjölda notenda og uppbyggingu svæðisins og arðsemisútreikninar vegna veitunnar verði jákvæðir og að fyrir liggi heimild í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins til framkvæmda.

7. Ráðning sumarafleysingarmanns vegna sumarfría veitustjóra og umsjónarmanns fasteigna.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá ráðningu Hreins Jónssonar í tímbundið sumarafleysingarstarf í 2-3 mánuði vegna sumarfría veitustjóra og umsjónarmanns fasteigna. Gert verður ráð fyrir þessu í endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2007.

8. Heimild til að ganga frá samningi við Stapabyggð ehf um kaup á kaldavatnsveitu við Gvendarbrunnshæð í landi Efri-Brúar og Brúarholts.

Kynnt eru drög að yfirtökusamningi á kaldavatnsveitu við Gvendarbrunnshæð í landi Efri-Brúar og Brúarholts. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Stapabyggð ehf á grundvelli fyrirliggjandi draga.

9. Bréf frá Háskólafélagi Suðurlands.

Sveitarstjórn lýsir vilja sínum til að vinna með Háskólafélagi Suðurlands að framþróun mennta og rannskókna á Suðurlandi enda feli það ekki í sér fjárhagslegar skuldbindingar fyrir sveitarfélagið.

10. Sumarlokun skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps vegna sumarfría.

Samþykkt að skrifastofa Grímsnes- og Grafningshrepps verði lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá 30. júlí til og með10. ágúst 2007.

11. Önnur mál

a) Aðalskipulagsbreytingar.

2) Breyting á aðalskipulagi á Borg v/iðnaðarsvæðis.

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes og Grafningshrepps 2002-2014 innan þéttbýlisins á Borg. Á um 18 ha svæði á norðvesturhluta Borgarsvæðisins breytist svæði sem nú er að hluta íbúðarsvæði og að hluta opið svæði til sérstakra nota í blandaða landnotkun athafnasvæðis, opins svæðis til sérstakra nota og íbúðarsvæði. Tillagan var í kynningu frá 26. apríl til 24. maí 2007 með athugasemdafresti til 7. júní. Engar athugasemdir bárust. Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulagsbreytinguna. skv. 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga.

3) Breyting á aðalskipulagi í landi Syðri-Brúar

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 í landi Syðri-Brúar. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir að svæði fyrir frístundabyggð stækkar um 45 ha austan þjóðvegar nr . 36 á kostnað landbúnaðarsvæðis og opins svæðis til sérstakra nota. Einnig er gert ráð fyrir að efnistökusvæði falli út auk þess sem opið svæði næst þjóðvegi verður að opnu svæði til sérstakra nota í stað landbúnaðarsvæðis. Fyrir liggja umsagnir Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Tillagan var í kynningu ásamt deiliskipulagsbreytingu fyrir svæðið frá 26. apríl til 24. maí 2007 með athugasemdafresti til 7. júní. Tvær athugasemdir bárust við deiliskipulagið, sem eiga einnig við um aðalskipulagsbreytinguna. Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulagsbreytinguna óbreytta skv. 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga. Sveitarstjórn felur Skipulagsfulltrúa að svara athugasemdum í samráði við sveitarstjóra.

4) Ósk um breytingu á aðalskipulagi v/ Hagavíkur í Grafningi.

Lagt fram bréf Helga Þórssonar og Guðrúna Svanfríðar Eyjólfsdóttur dags. 30. maí 2007 þar sem óskað er eftir að aðalskipulagi sveitarfélagsins verði breytt þannig að lóð sem þau hafa til afnota verði skilgreind sem íbúðarhúsalóð. Sveitarstjórn vísar í reglur sveitarfélagsins um breytingu á aðalskipulagi úr frístunda- í íbúðarbyggð og hafnar erindinu miðað við aðstæður að heimila íbúðarbyggð á umræddi lóð. Sveitarstjórn felur Skipulagsfulltrúa að svara erindinu.

b) Kjör oddvita og varaoddvita.

Leynilegar kosningar fóru fram um oddvita og varaoddvita Grímsnes- og Grafningshrepps og fóru þær fram í sitt hvoru lagi. Ingvar Ingvarsson var kosinn oddviti með 3 atkvæðum en Gunnar Þorgeirsson hlaut 2 atkvæði. Sigurður Karl Jónsson var kosinn varaoddviti með 3 atkvæðum en 2 atkvæði voru auð.

12. Til kynningar

a) Verksamningur vegna 1. áfanga Vaðnesveitu liggur frammi á fundinum.

b) Samningur um samstarf ríkis og sveitarfélaga á Suðurlandi um menningarmál, dags. 02.05.07.

c) Samstarfssamningur sveitarfélaga á Suðurlandi um menningarmál, dags. 02.05.2007.

d) Stefna SASS í menningarmálum á Suðurlandi liggur frammi á fundinum

e) Bréf frá Landsneti, dags. 01.06.2007 um ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu lagningar jarðstrengs vegna Nesjavallalínu 2 frá Nesjavöllum að Geithálsi.

f) Bréf frá Landsneti, dags. 12.06.2007 um lagningu jarðstrengs vegna Nesjavallalínu 2 frá Nesjavöllum að Geithálsi.

g) SASS. Fundargerð 404. stjórnarfundar.

h) Atvinnuþróunarfélag Suðurlands. Fundargerð 267. stjórnarfundar.

i) Fundargerð aðalfundar Veiðifélags Árnesinga, dags. 29.04.2007.

j) Fundargerð aukafundar Veiðifélags Árnesinga, dags. 29.05.2007.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 11:30