Fundur nr. 205.05.07.07

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Fundargerð.

205. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, fimmtudaginn 5. júlí 2007 kl. 9.00 fh.

Fundinn sátu.

Ingvar Ingvarsson

Sigurður K. Jónsson

Ólafur Ingi Kjartansson

Gunnar Þorgeirsson

Hildur Magnúsdóttir

Sverrir Sigurjónsson

Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu

Oddviti leitaði afbrigða

a) Heimild til að samþykkja f.h. sveitarstjórnar fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa uppsveita Árnessýslu í júlí og byrjun ágúst eða þar til sveitarstjórn fundar að nýju.

b) Ósk um umsögn vegna erindis Orkuveitu Reykjavíkur um leyfi til nýtingar á 400MW í varmaframleiðslu í Hellisheiðavirkjun.

c) Heimild til að kaupa/leigja bifreið vegna veitustjóra

d) Fundargerð íbúafundar þann 27. júní lögð fram til kynningar

Sverrir Sigurjónsson kemur inn sem varamaður fyrir Hildi Magnúsdóttur.

1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. júní 2007 liggur frammi á fundinum.

2. Fundargerðir.

a) 7. fundur Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu 26.06.07.

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.

b) 93. fundur félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu, 12.06.07.

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða

3. Skipulagsmál

a) Fráveitumál frá hreinsistöðinni á Borg.

Á fundi sveitarstjórnar þann 21. júní sl. frestaði sveitarstjórn ákvörðun um legu og lengd einnar lokaðar frárennslislagnar úr hreinsistöð um land Stóru-Borgar að viðtakanum Höskuldslæk. Tímann átti að nota til að ræða frekar við landeigendur um lagnaleið og reyna að ná samkomulagi við landeigendur um hana og að sáttafundur myndi eiga sér stað. Sveitarstjóri upplýsir að Börkur Brynjarsson hafi gert uppdrátt af lagnaleiðinni alla leið í Höskuldslæk. Einungis sé um drög að ræða þar sem ætlunin sé að hafa samráð við landeigendur um endanlega legu. Þann 4. júlí hafi verið fundað með landeigendum og samkomulag sé um að Þröstur Sigurjónsson einn landeigendanna, fari með Berki um landið og setji fram hugmyndir landeigenda um staðsetningu lagnarinnar. Lögð er fram fundargerð þann 4. júlí.

Meirhluti sveitarstjórnar ákveður að lögnin verði lögð um land Stóru-Borgar á grundvelli ofangreindra draga Barkar en tekið verði tillit til óska og athugasemda landeigenda sbr. það sem að ofan greinir.

Fulltrúar minnihlutans sitja hjá við afgreiðslu málsins. Fulltrúar minnihluta óska eftir að meirihluti upplýsi á hvaða forsendum óskað hafi verið eftir eignarnámi á landi Stóru-Borgar. Samkvæmt bókunum sveitarstjórnar hefur þessi ákvörðun aldrei verið samþykkt eða rædd af sveitarstjórn. Í ljósi þess er efast um lögmæti þess að lögmanni sveitarfélagsins hafi verið heimilt að fara þá leið að landið verði tekið eignarnámi. Óskað er eftir að lagt verði fram lögfræðiálit á stjórnsýsluframkvæmd meirihlutans og fengið til þess álit lögmanns Sambands Íslenskra Sveitarfélaga.

Meirihlutinn vill upplýsa að lögmanni sveitarfélagsins hafi verið falið af sveitarstjórn að vinna að lausn þessa máls og telur hann hafa haft allar heimildir til þess þar með talið að biðja um mat matsnefndar eignarnámsbóta.

b) Aðalskipulagsbreyting v/jarðstrengs og iðnaðarsvæðis á Nesjavöllum

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-1014 vegna virkjunar á Nesjavöllum. Gert er ráð fyrir nýrri 145 kv raflínu/jarðstreng frá Nesjavallavirkjun að Geithálsi auk þess sem afmörkun iðnaðarsvæðis umhverfis virkjunina breytist í samræmi við gildandi deiliskipulag og raunverulega landnotkun svæðisins. Iðnaðarsvæðið stækkar úr 315 ha í 430 ha, auk þess sem staðsetning efnistökusvæðis er leiðrétt. Vegna jarðstrengsins fellur tillagan undir lög um umhverfismat áætlana og hefur matsáætlun verið send Skipulagsstofnun, auk þess sem drög að umhverfisskýrslu liggur fyrir. Í umhverfisskýrslu er gert grein fyrir nokkrum kostum á útfærslu raflínu/jarðstrengs en á uppdrætti er eingöngu sýnd sú útfærsla sem framkvæmdaraðili óskar eftir að verði farin.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa fyrirliggjandi tillögu skv. 1.mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um lagfæringar á umhverfisskýrslu í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar.

c) Aðalskipulagsbreyting v/íbúðar- og verslunarsvæðis úr landi Stóru-Borgar.

Lögð fram endurskoðuð tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 innan þéttbýlisins á Borg. Þann 3. maí samþykkti sveitarstjórn að auglýsa breytingu á þessu sama svæði en í kjölfar afgreiðslu Skipulagsstofnunar er hún lögð fram að nýju með þeirri breytingu að í stað þess að gera ráð fyrir blandaðri landnotkun íbúðarsvæðis og opins svæðis til sérstakra nota á um 27 ha svæði norðan Biskupstungnabrautar, er svæðið nú eingöngu skilgreint sem íbúðarsvæði. Einnig er gerð sú breyting á svæði sunnan Biskupstungnabrautar að gert er ráð fyrir opnu svæði til sérstakra nota á svæði sem áður var skilgreint sem blanda opins svæðis til sérstakra nota og verslunar- og þjónustusvæði.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa fyrirliggjandi tillögu, skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga. Fyrir liggur minnisblað frá Þórólfi H. Hafstað frá ÍSOR um vatnslind rétt utan marka hins skipulagða svæðis í lið 1. Lýsir sveitarstjórn áhuga sínum á að athuga mögulega nýtingu vatnsbólsins. Sverrir Sigurjónsson víkur af fundi og Hildur Magnúsdóttir tekur sæti

3. Ósk um umsögn um frumvarp til laga um réttindi og skyldur eiganda og leigjanda lóða í skipulagri frístundabyggð.

Sveitarstjórn ræddi um einstaka liði frumvarpsins sem sveitarfélagið hefði hagsmuni af að gera athugasemdir við. Sveitarstjórn vísar erindinu til SASS um að það vinni að tillögum að samræmdum svörum við frumvarpinu.

4. Umsókn um styrk vegna byggingu þjónustumiðstöðvar að Sólheimum.

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja byggingu þjónustumiðstöðvar að Sólheimum um kr. 50.000.

5. Ráðning matráðs fyrir sveitarfélagið í fullt starf og aðstoðarmann matráðs í hlutastarf

Sveitarstjórn samþykkir að forræði mötuneytis skólanna verði á höndum sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá ráðningu matráðs fyrir sveitarfélagið í fullt starf og aðstoðarmanns matráðs í hlutastarf.

6. Fundarboð á hluthafafund í Rangárbökkum, hestamiðstöð Suðurlands ehf.

Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri verði fulltrúi á fundinum.

7. Stærð á heimtaugum í kaldavatnsveitum sveitarfélagsins.

Umræður verða um stærð heimtauga í sumarhús og þörf á að setja reglur um stærð þeirra. Sveitarstjórn samþykkir tillögu veitustjóra um að stærð heimtauga í sumarhús verði að jafnaði 20mm og ekki stærri en 25mm fyrir lengri lagnir.

8. Heimild til að kaupa yfirbreiðslu yfir sundlaugina að Borg.

Sveitarstjórn samþykkir að kaupa yfirbreiðslu fyrir sundlaugina og felur sveitarstjóra að ganga frá kaupunum á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs. Áætlaður kostnaður við yfirbreiðslu og frágang er 2.500.000 og verður gert ráð fyrir því í endurskoðaðri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

9. Heimild til greiðslu húsaleigu/tryggingarfé vegna Borgarbrautar 38.

Sveitarstjórn samþykkir að greiða kr. 200.000 í húsaleigu eða tryggingarfé vegna leigu á húsnæði í tvo mánuði að Borgarbraut 38 þar sem leigjandi að Borgarbraut 8 rýmir húsið 2 mánuðum fyrr en ella.

10. Heimild til fara í viðhaldframkvæmdir að innan og utan að Borgarbraut 8, og að mála Borgarbraut 12 að utan.

Sveitarstjórn samþykkir að láta fara fram viðhaldsframkvæmdir að innan og utan að Borgarbraut 8 og að mála Borgarbraut 12 að utan og felur sveitarstjóra að leita tilboða við verkin og ganga frá samningum vegna verkanna. Gert verður ráð fyrir þessu í endurskoðaðri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

11. Heimild til að láta hanna og bjóða út byggingu bílskúrs með tengibyggingu við Borgarbraut 8.

Sveitarstjórn samþykkir að láta hanna bílskúr og tengibyggingu við Borgarbraut 8 og felur sveitarstjóra að láta hanna byggingarnar og láta gera tilboð í verkið. Gert verður ráð fyrir þessu í endurskoðaðri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

12. Heimild til að kaupa tölvu vegna heimasíðu sveitarfélagsins og skólana.

Sveitarstjórn samþykkir að kaupa tölvu vegna vinnu við heimasíðu sveitarfélagsins og skólana að fjárhæð kr. 200.000.

13. Nafn á íþróttamannvirkin á Borg.

Sveitarstjórn samþykkir skv. tillögu starfsmanna og 17. júní nefndar að íþróttamannvirkin að Borg verði látin heita Íþróttamiðstöðin Borg.

14. Heimild til framlags vegna afréttarslóða og girðingar í landi Nesja.

Sveitarstjórn heimilar að styrkja ábúanda að Nesjum um allt að kr. 175.000 vegna afréttarslóða og kr. 125.000 vegna viðhalds afréttargirðingar.

15. Heimild til framlags vegna Kringlumýri.

Sveitarstjórn heimilar að láta laga veg að Kringlumýri og aðstöðu utanhúss fyrir ca. 1.500.000.

16. Heimild til að láta fara fram hönnun og útboð á dæluhúsi og búnaði vegna Vaðnesveitu og 2. áfanga Vaðnesveitu ásamt kaldavatnslögnum.

Beðið er eftir kostnaðaráætlun á dæluhúsi og dælubúnaði.

17. Heimild til að láta lagfæra og endurnýja kaldavatnslagnir í Kerhrauni.

Sveitarstjórn heimilar að láta útfæra, leita tilboða og hefja framkvæmdir vegna endurnýjunar á kaldavatnslögunum í Kerhrauni og sveitarstjóra heimilað að ganga frá samingum vegna verksins. Gert verður ráð fyrir þessu í endurskoðaðri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

18. Heimild til að endurhanna, stækka og girða af gámsvæðið í Seyðishólum.

Sveitarstjórn heimilar að láta endurhanna, stækka og girða af gámasvæðið í Seyðishólum, og leita tilboða og hefja framkvæmdir vegna verksins, sveitarstjóra heimilað að ganga frá samingum vegna verksins. Gert verður ráð fyrir þessu í endurskoðaðri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

19. Ástand Sólheima- og Stærribæjarvegar.

Sveitarstjórn lýsir vonbrigðum sínum með ástand Stærribæjarvegar svo og þeim hluta Sólheimavegar þar sem nú fara fram vegaframkvæmdir og beinir því til Vegagerðarinnar að leita leiða til að bæta ástand veganna og ljúkja framkvæmdum sem allra fyrst.

20. Önnur mál .

a) Heimild til að samþykkja f.h. sveitarstjórnar fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa uppsveita Árnessýslu í júlí og byrjun ágúst eða þar til sveitarstjórn fundar að nýju.

Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvvita meirihluta og oddvita minnihluta að samþykkja f.h. sveitarstjórnar fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa uppsveita Árnessýslu í júlí og byrjun ágúst eða þar til sveitarstjórn fundar að nýju.

b) Ósk um umsögn vegna erindis Orkuveitu Reykjavíkur um leyfi til nýtingar á 400MW í varmaframleiðslu í Hellisheiðavirkjun.

Í ljósi þess að óvissa er um landamerki milli sveiarfélagsins Ölfus og Grímsnes- og Grafningshrepps á hluta þess land sem um ræðir telur sveitarstjórn eins og sakir standa ekki rétt að veita Orkuveitu Reykavíkur leyfi til nýtingar á 400MW í varmaframleiðslu í Hellisheiðavirkjun.

c) Heimild til til að kaupa/leigja bifreið vegna veitustjóra

Sveitarstjórn heimilar að láta kaupa/leigja bifreið fyrir veitustjóra og felur sveitarstjóra að ganga frá samningum vegna þess. Gert verður ráð fyrir þessu í endurskoðaðri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

d) Fundargerð íbúafundar þann 27. júní 2007 lögð fram til kynningar

21. Til kynningar

a) Verksamningur vegna jarðvegsskipta á skólalóð liggur frammi á fundinum.

b) Yfirlit yfir greiðslu frá Lánasjóði Sveitarfélaga vegna niðurfærslu eigin fjár.

c) Bréf frá Póst- og Fjarskiptastofnun um háhraðatengingar, dags. 11.06.2007.

d) Bréf frá FSU um framlög heimaaðila til Byggingasjóðs FSU, dags. 18.06.2007.

e) Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 100. stjórnarfundar.

f) Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 95. stjórnarfundar.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 11.45.