Fundur nr. 209.04.10.07

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

209. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, fimmtudaginn 4. október 2007 kl. 9.00 fh.

 

Fundinn sátu.

Ingvar Ingvarsson

Sigurður K. Jónsson

Ólafur Ingi Kjartansson

Gunnar Þorgeirsson

Hildur Magnúsdóttir

Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu

Oddviti leitaði afbrigða

a) Tilboð í 50ha. land sveitarfélagsins við Seyðishóla.

b) Verkefnið bændur græða landið.

c) Vegtenging við Eyvík.

1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. september 2007 liggur frammi á fundinum.

2. Fundargerðir.

a) 11. fundur Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu, 25.09.07.

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.

b) 41. fundur skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu, 20.09.07.

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.

c) Fundargerð Leik- og grunnskólaráðs

Fundargerð Leik- og grunnskólaráðs 01.10.2007 lögð fram og staðfest.

 

d) Fundargerð Umhverfis- og samgöngunefndar

Fundargerð Umhvefis- og samgöngunefndar 01.10.2007 lögð fram.

 

e) Minnispunktar íbúafundar vegna skipulagsmála á Borg

Minnispunktar íbúafundar vegna skipulagsmála á Borg 01.10.2007 lögð fram.

 

f) Fundargerð oddvitafundar 26.09.2007.

Fundargerð Oddvitafundar 26.09.2007, lögð fram og staðfest.

3. Skipulagsmál

a) Deiliskipulag vegna Nesja.

Tekin er fyrir endurskoðuð tillaga að breytingu á skilmálum frístundabyggðar í Nesjaskógi í landi Nesja í Grafningi. Á fundi sveitarstjórnar 6. september sl. var samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Nesja í Grafningi. Breytingin hefur ekki verið auglýst og er nú lögð fram að nýju með örlitlum breytingum. Í tillögunni er nú gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja allt að 250 fm frístundahús á hverri lóð í stað 40-60 fm auk þess sem hámarks mænishæð frá aðalgólfi verður 6 m í stað 4,5 m. Heimilt verður að gera ráð fyrir steyptum kjallara / jarðhæð, en hámarks mænishæð frá jörðu má ekki vera meiri en 7 m.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga svo breytta.

b) Deiliskipulag vegna Tjarnholtsmýri úr landi Bjarnastaða.

Tekin er fyrir óveruleg breyting á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Tjarnholtsmýri úr landi Bjarnastaða. Lögð fram ósk lóðarhafa að lóð nr. 1 í Tjarnholtsmýri um að breyta skilmálum á þann veg að mænishæð húsa megi vera 6,5 m í stað 5 m og að leyfilegur þakhalli verði 0 – 60 gráður í stað 14 – 60. Að mati sveitarstjórnar er breytingin óveruleg og samþykkir hana skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningu. Tillagan skal kynnt öllum lóðarhöfum innan skipulagssvæðisins.

c) Umferðartengingar inn á Borgarsvæðið.

Ræddar voru hugmyndir um breytingar á umferðartengingum á Borgarsvæðinu í kjölfar kynningarfundar um skipulagsmál á Borgarsvæðinu. Landeigendur Stóru-Borgar leggja fram nýja tillögu sem byggir á umræðutillögum nr. 4 og 9 þar sem gert er ráð fyrir verslunarlóð norðan við Biskupstungnabraut. Sveitarstjórn tekur jákvætt í þá hugmynd og óskar eftir nánari útfærslu á henni.

4. Merkingar við Kóngsveginn

Lagt er fram bréf frá Árnesingafélaginu í Reykjavík þar sem kynnt er hugmynd um merkingu við Kóngsveginn. Sveitarstjórn fagnar merkingu sögustaða.

5. Afskriftir á ógreiddu útsvari

Lagt er fram bréf frá Sýslumanninum á Selfossi um að mega afskrifa ógreitt útsvar að fjárhæð 431.935. Sveitarstjórn samþykkir að afskrifa ofangreinda kröfu.

6. Girðingar við Lyngdalsheiðarveg

Lagt er fram erindi frá Vegagerðinni um hvernig skuli hagað með vegagirðingar með nýjum Lyngdalsheiðarvegi. Meirihluti sveitarstjórnar telur að það eigi að girða beggja vegna vegarins og jafnframt að láta setja undirgöng undir veginn á völdum stöðum til að liðka fyrir umferð búfjár og hestamanna og auka þannig umferðaröryggi. Fulltrúar C-listans sitja hjá við afgreiðslu málsins.

7. Ósk um umsögn á mati á umhverfiáhrifum Bitruvirkjunar.

Lagt er fram bréf frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar um mat á umhverfisáhrifum Bitruvirkjunar. Sveitarstjórn ítrekar fyrri bókanir um að skýra þurfi landamerki á fyrirhuguðu virkjunarsvæði. Málinu er frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.

8. Hluthafafundur í Fasteign hf

Hluthafafundur í Fasteign hf verður haldinn þann 16. október nk. Sveitarstjórn samþykkir hugmyndir stjórnar Fasteignar um stofnun eignarhaldsfélags felur sveitarstjóra að vera fulltrúi sveitarfélagsins á hluthafafundinum og fara með atkvæðisrétt þess.

9. Úthlutun styrkja til vegabóta í frístundabyggðum

Samkvæmt reglum sveitarfélagsins um vegbætur í frístundabyggð voru teknar fyrir umsóknir félaga frístundabyggða og sumarhúsaeiganda þar sem óskað er eftir styrk til vegabóta. 15 umsóknir bárust. Vegna þess hvað umsóknirnar voru margar var ákveðið að veita fleiri en lægri styrki. Höfð var hliðsjón af úthlutun síðustu ára, hversu nýlegir vegirnir eru o.fl. atriða. Leitað var umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar. Samþykkt er að eftirtaldir aðilar fái styrki til vegabóta árið 2007, samtals að fjárhæð kr. 2.000.000.

Félag sumarhúsaeiganda við Kjarrmóa, gata 2 í landi Þórisstaða kr. 150.000

Félag sumarhúsaeiganda Bjarkarborgum kr. 175.000

Félag sumarhúsaeiganda í Skógarholti kr. 75.000

Félag sumarhúsaeiganda á Nesi við Apavatn kr. 300.000

Félag landeiganda í Hesti kr. 150.000

Félag sumarhúsaeiganda í Kerhrauni kr. 300.000

Selhóll, Félag sumarhúsaeiganda kr. 50.000

Félag sumarhúsaeiganda í Kerengi kr. 150.000

Félag sumarhúsalóðaeiganda við Þórsstíg í Ásgarðslandi kr. 50.000

Félag sumarhúsaeiganda við Heiðarbraut kr. 150.000

Klausturhóll, Félag sumarhúsaeiganda í landi Klausturhóls kr. 300.000

Félag sumarhúsaeiganda í Vaðnesi v/Bollagarða kr. 100.000

Félag sumarhúsaeiganda í Miðborgum kr. 50.000

Styrkur til félags sumarhúsaeiganda í Kerhrauni er skilyrtur framkvæmdum sem fara munu fram vegna endurnýjunar á kaldavatnslögnum í hverfinu á næsta ári en þær verða lagðar í og við vegi hverfisins. Umsókn frá félagi sumarhúsaeiganda í Farengi er hafnað þar sem um er að ræða nýjan veg auk þess að kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir og einnig umsókn frá félagi sumarbústaða við 5. braut við Álftavatn þar sem umsóknin barst of seint skv. reglum sveitarfélagsins. Þá er bent á að stærstur hluti umsóknarinnar 5. brautar laut að hraðahindrunum og nýjum hliðbúnaði sem sveitarfélagið tekur ekki þátt í.

10. Fjármálaráðstefna sveitarfélagana

Kynnt er að fjármálaráðstefna sveitarfélagana verði haldin 5. og 6. nóvember nk.

11. Tölvumál sveitarstjórnarmanna og kennara.

Sveitarstjórn samþykkir að aðalmenn í sveitarstjórn fái fartölvu til eignar. Þá er samþykkt að kennarar að aðalstarfi við grunnskólann Ljósuborg geti fengið fartölvur vegna vinnu sinnar og eignast þær hlutfallslega og að fullu ef þeir vinna við skólann samfellt í 3 ár. Gert verður ráð fyrir þessum kostnaði í endurskoðaðri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

12. Umsögn um reglugerð um lögreglusamþykkt.

Lögð er fram ósk Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna beiðni Dómsmálaráðuneytisins um umsögn og athugasemdir um reglugerð um lögreglusamþykktir. Sveitarstjórn gerir athugasemd við að vald sveitarstjórna virðist skerðast vegna vissra málaflokka og felur Sambandi íslenskra sveitarfélaga að gæta sérstaklega að sjálfstæði sveitarfélaga í þessu sambandi í umsögn sinni.

13. Málefni félagsþjónustunnar.

Rætt er um málefni Félagsþjónustunnar í uppsveitunum Árnessýlu vegna beiðni Flóahrepps að þeir verði aðili að samstarfi um félagsþjónustu uppsveita. Meirihluti Sveitarstjórnar ákveður að samþykkja að Flóahreppur verði aðili að Félagsþjónustunni í uppsveitum Árnessýslu til reynslu í eitt ár þegar tekist hefur að ráða faglegan aðstoðarmann félagsmálastjóra. Fulltrúar C-listans vísa til fyrri bókana.

14. Fulltrúar á Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

Tekið er fyrir erindi frá SASS þar sem óskað er upplýsinga um fulltrúa á aðalfundi samtakanna sem fara fram þann 1. og 2. nóvember nk. Aðalmenn eru Ingvar Ingvarsson og Gunnar Þorgeirsson og til vara Jón G. Valgeirsson og Hildur Magnúsdóttir. Vegna Sorpstöðvar Suðurlands verður Ingvar Ingvarsson aðalmaður en Jón G. Valgeirsson til vara.

15. Önnur mál .

a) Tilboð í 50ha. land sveitarfélagsins við Seyðishóla.

Sveitarstjórn hafnar tilboðinu.

b) Verkefnið bændur græða landið.

Lagt er fram bréf frá Landgræðslunni vegna beiðni um áframhaldandi styrk við verkefnið bændur græða landið. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 300.000.

c) Vegtenging við Eyvík.

Sveitarstjórn óskar eftir skýringu Vegagerðarinnar á vegtenginu við Eyvík í kjölfar kvartana.

16. Til kynningar

a) Niðurstöður ráðgjafa um meðhöndlun lífræns úrgangs og urðunarstaði

-skýrsla liggur frammi-

b) Eignarhlutur í Lánasjóði sveitarfélaga.

c) Uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2007.

d) Upplýsingar um framlag vegna Varasjóðs húsnæðismála.

e) Bréf frá Staðardagskrá, dags. 25.09.2007.

f) Béf frá Menntamálaráðuneytinu um gjaldtöku vegna vettvangsferða, dags. 21.09.2007

05.09.2007.

g) Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 146. stjórnarfundar.

h) Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 97. stjórnarfundar.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 12:30