Fundur nr. 229.02.10.08

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Fundargerð.

229. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, fimmtudaginn 2. október 2008 kl. 9.00 fh.

Fundinn sátu.

Ingvar Ingvarsson

Sigurður Jónsson

Ólafur Ingi Kjartansson

Gunnar Þorgeirsson

Hildur Magnúsdóttir

Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu

Oddviti leitaði afbrigða

a) Kynningarfundur vegna aðalskipulags.

b) Aukning á starfshlutfalli í leikskóla.

1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. september 2008 liggur frammi á fundinum-

2. Kynning Bláskógabyggðar á sorphirðumálum í Bláskógabyggð.

Á fundinn mæta Halldór Karl Hermannsson og Margeir Ingólfsson oddviti þar sem kynnt eru gögn sem Bláskógabyggð hefur tekið saman um flokkun og greiningu á sorpi í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi. Þá eru kynntar hugmyndir Bláskógabyggðar um væntanlegt fyrirkomulag á sorphirðingu í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn þakkar fulltrúum Bláskógabyggðar fyrir góða kynningu á málefninu og samþykkir að fara í viðræður við Bláskógabyggð um möguleika á sameiginlegu útboði á sorphirðu í sveitarfélögunum.

3. Fundargerðir.

a) Fundur skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 19.09.2008.

Fundargerðin lögð fram og staðfest. Varðandi lið 19 geta fulltrúar C-listans ekki fallist á helgunarsvæði vegagerðarinnar gagnvart byggingarreitum sé 100 m án bóta. Fulltrúar C-listans sitja hjá við afgreiðslu málsins.

b) Fundargerð Umhverfis- og samgöngunefndar, 30.09.2008.

Fundargerðin lögð fram.

4. Úthlutun styrkja til vegabóta í frístundabyggðum.

Samkvæmt reglum sveitarfélagsins um vegbætur í frístundabyggð voru teknar fyrir umsóknir félaga frístundabyggða og sumarhúsaeiganda þar sem óskað er eftir styrk til vegabóta. 19 umsóknir bárust. Vegna þess hvað umsóknirnar voru margar var ákveðið að veita fleiri en lægri styrki. Höfð var hliðsjón af úthlutun síðustu ára, hversu nýlegir vegirnir eru, frágangi umsókna o.fl. atriða. Leitað var umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar. Samþykkt er að eftirtaldir aðilar fái styrki til vegabóta árið 2008, samtals að fjárhæð kr. 2.500.000.

Félag sumarhúsaeiganda við Rimamóa í landi Þórisstaða kr. 50.000

Félag sumarhúsaeiganda við Birkibraut í landi Vaðnes kr. 100.000

Félag sumarhúsaeiganda við Selhól í landi Hæðarenda kr. 100.000

Félag sumarhúsaeiganda við Efri Markarbraut í landi Vaðnes kr. 200.000

Félag sumarhúsaeiganda við Brúnaveg kr. 300.000

Félag sumarhúsaeiganda Berjaholt í landi Hæðarenda kr. 50.000

Félag sumarhúsaeiganda við Selmýrarveg kr. 100.000

Félag sumarhúsaeiganda í Bjarkarborgum kr. 100.000

Félag sumarhúsalóðaeiganda við 5. braut við Álftavatn kr. 150.000

Félag sumarhúsaeiganda í Kerengi kr. 50.000

Félag sumarhúsaeiganda í Norðurkoti kr. 200.000

Félag sumarhúsaeiganda í Kerhrauni kr. 150.000

Félag sumarhúsaeiganda í Öndverðarnesi kr. 300.000

Félag sumarhúsaeiganda í Klausturhóli kr. 100.000

Félag sumarhúsaeiganda í Hraunborgum kr. 100.000

Félag sumarhúsaeiganda í Lyngmóum í landi Þórisstaða kr. 100.000

Félag sumarhúsaeiganda við Fljótsbakka í landi Ásgarðs kr. 250.000

Félag sumarhúsaeiganda í A og B götu í Norðurkoti kr. 50.000

Félag sumarhúsaeiganda í Grámosagötu á Snæfoksstöðum kr. 50.000

5. Umsögn um rekstrarleyfi til veitinga í Úlfljótsskála.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirhugaðan afgreiðslutíma skv. umsókninni og staðfestir að staðsetning Úlfljótsskála sé skv. reglum sveitarfélagins.

6. Yfirtökusamningur vegna vatnsveitu í landi Búgarðs ehf í Ásgarðslandi.

Lagður er fram yfirtökusamningur á vatnsveitu í landi Búgarðs ehf í Ásgarðslandi.

7. Hitaveita að Svínavatni.

Sigurður Jónsson víkur sæti. Rædd er lagning hitaveitu að Svínavatni og kostnað vegna hennar. Fyrir liggur kostnaðaráætlun vegna verksins frá Hvata ehf. Sveitarstjórn samþykkir að fara í framkvæmdina ef viðunandi verð fást í lagningu hitaveitunnar, allir þrír bæjirnir tengist hitaveitunni og felur sveitarstjóra að leita eftir tilboðum í verkið. Gert verður ráð fyrir þessum kostnaði í endurskoðaðri fjárhagsætlun sveitarfélagsins.

8. Kaldavatnsveita í landi Snæfoksstaða.

Lagt er fram bréf frá stjórn Skógræktarfélagi Árnesinga þar sem farið er fram á viðræður við sveitarfélagið um að það yfirtaki vatnsveitu Snæfoksstaða. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Skógræktarfélagið um yfirtöku á vatnsveitunni.

9. Beiðni um styrk fyrir Gömlu Borg.

Lagt er fram bréf frá Gömlu Borg ehf um styrk vegna viðhalds og endurbóta á Gömlu Borg. Sveitarstjórn samþykkir að veita kr.150.000 í styrk til Gömlu Borgar ehf.

10. Beiðni Bliks ljósmyndaklúbbs um styrk.

Lagt er fram bréf Bliks ljósmyndaklúbbs um styrk vegna gerðar á heimasíðu fyrir félagið Sveitarstjórn hafnar erindinu.

11. Beiðni um umsögn um tillögur að stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga í

málefnum innflytjanda.

Sveitarstjórn telur stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélag í málefninu skynsamlega og gerir ekki sérstakar athugasemdir við hana.

12. Þjónusta við innflytjendur á Suðurlandi.

Lagt er fram bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á skorti við þjónustu við innflytjendur á Suðurlandi og leggur til að myndaður verði starfshópur um samvinnu sveitarfélaga á þessu sviði. Sveitarstjórn lýsir áhuga sínum að koma að slíkri samvinnu og óskar eftir því að SASS leiði þá vinnu.

13. Beiðni frá Strætó bs. um kaup á nemakortum í strætó á höfuðborgarsvæðinu.

Lagt er fram bréf frá Strætó bs þar sem farið er fram á að sveitarfélagið kaupi nemakort í strætó á höfuðborgarsvæðinu fyrir þá nemendur sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu en stunda nám á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarstjórn lýsir miklum vonbrigðum með að allir nemendur sem sækja nám á höfuðborgarsvæðinu njóti ekki sömu kjara og jafnræðis og hafnar erindinu og telur að eitt eigi yfir alla nemendur að ganga í þessu máli.

14. Afréttarmál í Grafningi.

Lagt er fram bréf frá Sigurði Sigurðssyni dýralækni vegna framkvæmda á afréttarmálum í Grafningi. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ræða við bréfritara um málið.

15. Brunavarnaráætlun Brunavarna Árnessýslu.

Lagt er fram bréf frá Brunamálastofnu vegna brunavarnaráætlunar Brunavarna Árnessýslu. Sveitarstjórn beinir því til Brunavarna Árnessýslu að klára vinnu við Brunavarnaráætlunina.

16. Önnur mál

a) Kynningarfundur vegna aðalskipulags.

Sveitarstjórn ákveður að haldinn verði kynningarfundur vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 í Félagsheimilinu á Borg fimmtudaginn 23. október nk. kl. 20:00.

b) Aukning á starfshlutfalli í leikskólanum Kátuborg.

Sveitarstjórn samþykkir að auka starfshlutfall starfsmanns úr 50% starfi í allt að 90% vegna fjölgunar barna í leikskóla, afleysinga og stoðþjónustu. Gert verður ráð fyrir þessu í endurskoðaðri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

17. Til kynningar

a) Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um framlag í Varasjóð húsnæðismála

b) Bréf frá Dóms- og Kirkjumálaráðherra um skipan í almannvarnarnefnd.

c) Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um vefaðgang að fundargerðum og gögnum.

d) Svarbréf Bláskógabyggð vegna erindis um hesthús við Kerlingu.

e) Bréf frá Samkeppniseftirlitinu um sorphirðu fyrir einstaklinga.

f) Tölvupóstur frá Umboðsmanni barna um ungmennaráð í sveitarfélaginu

g) Tilkynning um ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2008.

h) Tilkynning um ársfund Hsu 2008.

i) Tilkynning um ársþing SASS 2008.

j) SASS. Fundargerð 416. stjórnarfundar.

k) Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 107. stjórnarfundar.

l) Tónlistaskóli Árnesinga. Fundargerð 145. skólanefndafundar.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 11:45.