Fundur nr. 274.16.02.2011

gretarFundargerðir

274. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 16. febrúar 2011 kl. 9.00 fh.

 

Fundinn sátu:

Hörður Óli Guðmundsson

Ingibjörg Harðardóttir

Gunnar Þorgeirsson

Ingvar G. Ingvarsson

Vigdís Garðarsdóttir

Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

Oddviti leitaði afbrigða

a) Minnisblað frá framkvæmdar- og veitustjóra vegna vatnstanka við Bjarkarlind.

b) Fundargerð 1. fundar húsnefndar Félagsheimilisins Borg.

c) Tölvupóstur frá Jóni Friðrik Matthíssyni dags. 14.02 2011.

1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. febrúar 2011 lá frammi á fundinum.

2. Fundargerðir.

a) Fundargerð 134. fundar félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóa, 02.02 2011.

Fundargerðin lögð fram og hún staðfest. Sveitarstjórn tekur undir áskorun félagsmálanefndar um að tryggð verði fullnægjandi löggæsla í Árnessýslu.

b) Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. desember 2010.

Á fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps þann 1. desember s.l. voru teknar fyrir gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2011. Í fundargerð misritaðist að sorpeyðingargjald á fyrirtæki skyldi vera kr. 8.603 en rétt sorpeyðingargjald á fyrirtæki er kr. 11.341. Gjaldskrá vegna sorphirðu og sorpeyðingar var auglýst miðað við kr. 11.341 á fyrirtæki og leiðréttist þessi misritun hér með.

3. Þriggja ára fjárhagsáætlun, seinni umræða.

Fyrir liggur 3ja ára fjárhagsáætlun og eru helstu lykiltölur samstæðureikningsins í þúsundum króna:

2012 2013 2014

Tekjur 554.321 561.740 570.272

Gjöld 467.369 468.733 470.783

Fjármagnsgjöld 57.833 58.385 56.669

Rekstrarafgangur 29.119 34.622 42.819

Eignir 1.554.131 1.576.568 1.606.390

Skuldir 1.014.656 1.002.471 989.473

Eigið fé 539.475 574.097 616.916

Fjárfestingar (nettó) 83.000 65.000 60.000

Sveitarstjórn samþykkir framlagða 3ja ára áætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir árin 2012-2014. Vigdís Garðarsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

4. Trúnaðarmál.

Málið er fært til bókar í trúnaðarmálabók.

Ingvar G. Ingavarsson mótmælir að málið sé trúnaðarmál. Vigdís Garðarsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

5. Samþykkt um hundahald í Grímsnes- og Grafningshreppi, fyrri umræða.

Drög að samþykkt um hundahald í Grímsnes- og Grafningshrepps lögð fram til fyrri umræðu. Málinu vísað til seinni umræðu.

6. Reglur um afslátt á leikskólagjaldi hjá einstæðum foreldrum.

Fyrir liggja drög að reglum um afslátt á leikskólagjaldi til einstæðra foreldra. Sveitarstjórn samþykkir fyrir liggjandi drög.

7. Þjónustusamningur við Kvenfélag Grímsneshrepps.

Fyrir liggur þjónustsamningur við Kvenfélag Grímsneshrepps upp á kr. 800.000 á ári fyrir að sjá um Grímsævintýri. Sveitarstjórn samþykkir samninginn.

8. Afskriftarbeiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um ógreitt útsvar.

Fyrir liggur afskriftarbeiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um ógreitt útsvar þar innheimtutilraunir hafa verið án árangurs. Sveitarstjórn samþykkir afskriftarbeiðnina og felur sveitarstjóra að árita beiðnina.

9. Ósk um deiliskipulagsbreytingu á Sogsbökkum.

Fyrir liggur ósk um deiliskipulagsbreytingu frá sumarhúsaeigendum við Sogsbakka. Breytingin felur það í sér að veginum inn í Fljótsbakkahverfið og Sogsbakkana verði breytt þannig að ekki verði ekið í gegnum Sogsbakkahverfið. Sveitarstjórn vísar erindinu til skipulagsfulltrúa.

10. Beiðni Félags- og tryggingarmálanefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um félagslega aðstoð.

Frumvarpið lagt fram.

11. Kjarasamningsumboð til Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fyrir liggur samkomulag um kjarasamningsumboð frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að undirrita samkomulagið.

12. Beiðni um styrk frá Heilaheill.

Fyrir liggur beiðni um styrk frá Heilaheill, samtökum fólks sem fengið hefur heilablóðfall, aðstandenda og fagfólks. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

13. Beiðni um styrk til að halda Góðverkadagana 2011.

Fyrir liggur beiðni um styrk frá Bandalagi íslenskra skáta til Góðverkadaganna 2011. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

14. Erindi frá Golfklúbbnum Kiðjabergi.

Fyrir liggur beiðni um styrk frá Golfklúbbnum Kiðjabergi vegna íslandsmóts 35 ára og eldri og íslandsmóts eldri kylfinga sem haldin verða sumarið 2011. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 150.000 og jafnframt að halda áfram samstarfi við Golfklúbbinn um unglingavinnu. Sveitarstjórn hafnar hins vegar beiðni þeirra um að sjá um slátt í sveitarfélaginu.

15. Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til sveitarstjórnarlaga.

Fyrir liggur umsögn Guðjóns Bragasonar, lögmanns Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til sveitarstjórnarlaga. Sveitarstjórn tekur undir umsögn sambandsins og sérstaklega grein 116 og 117 þar sem fjallað er um fjárhagslega ábyrgð sveitarstjórnarmanna.

16.Kjör fulltrúa á hluthafafund Rangárbakka, hestamiðstöð Suðurlands ehf.

Fulltrúi á hluthafafund Rangárbakka, hestamiðstöð Suðurlands ehf. sem haldin verður í Kanslaranum á Hellu þann 21. febrúar 2011. Samþykkt er að Sverrir Sigurjónsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á hluthafafundinum og Ingibjörg Harðardóttir til vara.

17. Önnur mál.

a) Minnisblað frá framkvæmdar- og veitustjóra vegna vatnstanka við Bjarkarlind.

Fyrir liggur tilboð frá Promens í sex vatnstanka (150 þús. lítrar) við Bjarkarlind upp á kr. 4,5 milljónir. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboðinu. Vigdís Garðarsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

b) Fundargerð 1. fundar húsnefndar Félagsheimilisins Borg.

Fundargerðin lögð fram. Varðandi bókun um nýjan borðbúnað og hnífapör þá samþykkir sveitarstjórn að taka tilboði sem liggur fyrir upp á kr. 730.000.

c) Tölvupóstur frá Jóni Friðrik Matthíssyni dags. 14.02 2011.

K-listinn óskar eftir skýringu á tölvupósti frá Jóni Friðriki Matthíassyni, sent: 14.02.201, sem áframsendur var á alla fulltrúa í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps. Það skal tekið fram að fulltrúum minnihlutans var ekki boðið í þessa heimsókn.

1. Meirihlutinn hefur ítrekað lýst því yfir að nefndin eigi að vinna sjálfstætt að þessu máli, án pólitískra afskipta sveitastjórnar, og skila svo tilllögum til sveitarstjórnar.

2. Er meirihluti sveitarstjórnar með þessu að vinna að ákveðinni útfærslu á skólamálum?

3. Er meirihlutinn með þessu að lýsa yfir vantrausti á störf samráðsnefndarinnar?

4. Hvaða ástæður eru fyrir því að minnihluta bárust ekki boð um þessa heimsókn?

Gert er fundarhlé.

Meirihluti sveitarstjórnar vill koma eftirfarandi á framfæri:

Tölvupóstur dagsettur 14.02 2011 er sendur að frumkvæði Jóns Friðriks og alfarið á hans ábyrgð.

1. Varðandi sjálfstæði vinnuhópsins lýsir meirihluti sveitarstjórnar því að hann hafi ekki haft afskipti af starfi samráðshópsins en áskilur sér rétt til koma með tillögur inn í hópinn til umræðu.

2. Meirihluti sveitarstjórnar er einungis að kynna sér möguleika á útfærslum við fyrirhugaðar framkvæmdir.

3. Meirihluti sveitarstjórnar gerir ekki athugasemdir við vinnu samráðshópsins.

4. Meirihluti sveitarstjórnar var að kynna sér framkvæmdir sem eru til fyrirmyndar hvað kostnað varðar og er litið á að framkvæmdarstjórn sé að fara í heimsókn.

Meirihluti sveitarstjórnar áskilur sér rétt til ferðafrelsis hvenær sem er til að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.

Til kynningar

· Atvinnuþrónuarfélag Suðurlands. Fundargerð 298. stjórnarfundar 07.02 2011.

· Minnisblað frá framkvæmdarstjóra Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands.

· Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 783. stjórnarfundar, 28.01 2011.

· Uppgjör Íþróttafélagsins Gnýs.

· Fundargerð aðalfundar Íþróttafélagsins Gnýs.

· Skýrsla um leikjanámskeið á Sólheimum 2010 frá Íþróttafélaginu Gný.

· Sveitarstjórn þakkar fyrirmyndarskýrslur frá Íþróttafélaginu Gný.

· Bréf frá Umhverfisráðuneytinu vegna gildistöku mannvirkjalaga.

· Aðalfundarboð Landssamtaka landeigenda á Íslandi, 17.02 2011.

· Afrit af bréfi til Innanríkisráðherra um kæru vegna ónógs vegarviðhalds í Grímsnes- og Grafningshreppi.

· Afrit af bréfi til Ívars Pálssonar hdl vegna Kiðjabergsmálsins.

· Bréf frá Ungmennafélagi Íslands vegna unglingalandsmóts 2013 og 2014.

· SASS. Fundargerð 441. stjórnarfundar 11.02 2011.

· Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 127. stjórnarfundar 14.02 2011.

· Skýrsla frá Háskóla Íslands, rannsókn á ofbeldi gegn konum.

· -liggur frammi á fundinum-.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 12:00