Fundur nr. 285.07.09.2011

gretarFundargerðir

285. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg, miðvikudaginn 7. september 2011 kl. 9.00 fh.

Fundinn sátu:

Hörður Óli
Guðmundsson

Ingibjörg
Harðardóttir

Sverrir
Sigurjónsson í fjarveru Gunnars Þorgeirssonar

Ingvar G.
Ingvarsson

Guðmundur Ármann
Pétursson

Fundargerðin var færð
í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

1.
Fundargerð
sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 17. ágúst
2011 lá frammi á fundinum.

2.
Fundargerðir.

a)
38. fundur
skipulags- og byggingafulltrúaembættis Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps,
25.08 2011. Mál nr. 1, 3, 4, 7, 12 og 13 þarfnast staðfestingar
sveitarstjórnar.

Fundargerðin lögð fram. Varðandi mál nr. 4, ný byggingarreglugerð, þá
tekur sveitarstjórn undir athugasemdir byggingarfulltrúa. Önnur mál rædd og þau
staðfest af sveitarstjórn.

b)
Fundargerð
fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 21. ágúst 2011.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c)
Fundargerð
1. fundar Velferðarnefndar Árnesþings, 31. ágúst 2011.

Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

3.
Skipan
fulltrúa í fræðslunefnd.

Á fundi sveitarstjórnar þann 17. ágúst s.l. var frestað að skipa nýjan
fulltrúa K-lista í fræðslunefnd. Fulltrúar K-lista tilnefna Hugrúnu
Sigurðardóttur sem aðalfullrúa sinn í fræðslunefnd út kjörtímabilið 2010-2014.

4.
Bréf frá
Torfu ehf., eigenda Torfastaða 1.

Fyrir liggur bréf frá eigendum Torfastaða 1
um að sveitarfélagið afsali sér 2.500 m2 lóð sem stendur undir veiðihúsi eigenda
Torfastaða 1 og Torfastaða 2 við Sogið. Vegna byggingar veiðihússins á sínum
tíma var þessi lóð stofnuð en við sölu jarðarinnar til Steingríms Gíslasonar
árið 2004 láðist að tilgreina þessa lóð sérstaklega og því er hún enn skráð á
sveitarfélagið. Í samráði við lögmann sveitarfélagsins Óskar Sigurðsson hrl. þá
samþykkir sveitarstjórn að afsala sér lóðinni með landnúmerið 170936 til
eigenda Torfastaða 1 og felur sveitarstjóra að undirrita afsal vegna þessa.
Torfa ehf. mun bera allan kostnað af afsalsgerð og þinglýsingu.

5.
Klæðning á
heimreiðar.

Fyrir liggur samþykkt sveitarstjórnar að greiða 60% af klæðningu á
heimreiðar í sveitarfélaginu á þeim forsendum að Vegagerðin byggði upp veginn
og greiddi efra burðarlag undir klæðningu. Reglum Vegagerðarinnar hefur nú verið
breytt þannig að Vegagerðin greiðir aðeins 50% af efra burðarlagi undir
klæðningu.

Sveitarstjórn samþykkir að landeigendur þurfi ekki að bera þann
viðbótarkostnað sem kann að hljótast af breyttum reglum Vegagerðarinnar á þeim
verkum sem þegar eru hafin.

Sveitarstjórn krefst þess að Vegagerðin standi við fyrri ákvörðun sína
um að greiða að fullu efra burðarlag undir klæðningu enda byggir samþykkt
sveitarstjórnar á þeirri kostnaðar hlutdeild.

Sveitarstjórn mótmælir því verklagi Vegagerðarinnar að breyta reglum á
miðju framkvæmdartímabili.

6.
Kostnaðaráætlun
Eflu hf. í forhönnun og kostnaðaráætlun á ljósleiðarakerfi í Grímsnes- og
Grafninghreppi.

Fyrir liggur kostnaðaráætlun Eflu hf. í forhönnun og kostnaðaráætlun á
ljósleiðarakerfi um sveitarfélagið. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og
felur sveitarstjóra að afla upplýsinga hjá nágranna sveitarfélögum um
fjarskipti.

7.
Gjaldskrá
mötuneytis.

Sveitarstjóri leggur fram drög að hækkun gjaldskrár mötuneytis um 15%. Sveitarstjórn
vísar drögunum til umsagnar fræðslunefndar.

8.
Gjaldskrá
dagvistargjalda í leikskóladeild Kerhólsskóla.

Sveitarstjóri leggur fram drög að hækkun gjaldskrár dagvistargjalda í
leikskóladeild Kerhólsskóla um 12%. Sveitarstjórn vísar drögunum til umsagnar
fræðslunefndar. Sverrir Sigurjónsson óskar eftir að fræðslunefnd fjalli um
hvort veita eigi foreldrum í námi afslátt af dagvistargjöldum.

9.
Samkomulag
um landbótaáætlun fyrir Grímsnesafrétt 2011-2015.

Landbótaáætlun sauðfjárbænda og sveitarfélagsins rann út í árslok 2010.
Gerð hefur verið ný landbótaáætlun fyrir Grímsnesafrétt 2011-2015 og staðfestir
sveitarstjórn hana.

10.
Beiðni um
styrk frá Birgi Leó Ólafssyni vegna rotþróar að Stangarlæk 1.

Fyrir liggur beiðni um styrk frá Birgi Leó Ólafssyni vegna rotþróar að
nýbýlinu Stangarlæk 1. Sveitarstjórn frestar málinu til næsta fundar.

11.
Beiðni um
styrk frá Íþróttasambandi lögreglumanna vegna verkefnisins „Í umferðinni“.

Fyrir liggur beiðni um styrk frá Íþróttasambandi lögreglumanna vegna
verkefnisins „Í umferðinni“. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

12.
Bréf frá
Jafnréttisstofu um afhendingu jafnréttisáætlunar, ásamt framkvæmdaráætlun.

Fyrir liggur bréf frá Jafnréttisstofu um að sveitarfélagið afhendi
jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaráætlun. Við stofnun Velferðarnefndar
Árnesþings var nefndinni falið að sjá um jafnréttismál sveitarfélaganna og
hefur bréfið verið sent til nefndarinnar til afgreiðslu.

13.
Landskiptagjörð
fyrir Þórisstaði.

Óskað er umsagnar sveitarfélagsins á fyrirhugaðri landskiptagjörð
jarðarinnar Þórisstaða, sbr. 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Lóðinni sem er
skipt út úr jörðinni er 23 ha og nefnist Lækjarmýri. Ekki hafa komið fram
mótmæli við landamerki umræddrar lóðar og liggur fyrir áritaður uppdráttur af
landeiganda og eigendum aðliggjandi jarða. Sveitarstjórn gerir ekki
athugasemdir við landskiptagjörðina.

14.
Bréf frá
Iðnaðarráðuneyti vegna tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og
orkunýtingu landsvæða.

Þingsályktunartillagan lögð fram.

15.
Akstur vegna
fullorðinsfræðslu fatlaðra.

Undanfarin ár hefur Grímsnes- og Grafningshreppur séð um akstur
fatlaðra íbúa á Sólheimum í fullorðinsfræðslu á Selfoss og til læknis í
Laugarás. Samþykkt er að halda þeim akstri áfram óbreyttum þar til samkomulag
hefur náðst við Sólheima. Guðmundur Ármann Pétursson víkur af fundi við afgreiðslu
málsins.

Til kynningar

·
SASS.
Fundargerð 445. stjórnarfundar
12.08 2011.

·
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 131.
stjórnarfundar 18.08 2011.

·
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 132.
stjórnarfundar 01.09 2011.

·
Bréf frá Ungmennafélagi Íslands um forvarnir
gegn munntóbaki.

·
Kynningarbréf á verkefninu Ísland – Allt árið
2011-2014.

·
Fyrirmyndarlandið Ísland, 10 atriði til að gera
Ísland að enn meira velferðarþjóðfélagi.

·
Bréf frá Ungmennafélagi Íslands um ráðstefnu
fyrir ungt fólk, „Ungt fólk og lýðræðið“.

·
Dagur íslenskrar náttúru þann16.september n.k.

·
Bréf frá Velferðarvaktinni um hvatningu velferðarvaktarinnar í upphafi
skólastarfs.

·
Vottunarstofan Tún ehf., ársreikningur 2010.

·
-liggur frammi á fundinum-.

Ekki fleira tekið fyrir og
fundið slitið kl. 11:30