Fundur nr. 3 Vinnuhópur v/Ljósuborgar

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Fundargerð vinnuhóps vegna húsnæðisþarfa skólanna á Borg.

Fundurinn haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg þriðjudaginn 16. mars 2010, kl. 16:00.

 

Á fundinn mæta nefndarmenn

Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri og ritari fundarins.

Hilmar Björgvinsson, skólastjóri grunnskólans Ljósuborgar.

Hallveig Ingimarsdóttir, skólastjóri leikskólans Kátuborgar.

Sigríður Magnúsdóttir arkitekt.

Páll Tryggvason, húsasmíðameistari.

Ágúst Gunnarsson, fulltrúi sveitarstjórnar.

Sverrir Sigurjónsson, fulltrúi sveitarstjórnar.

Gert er ráð fyrir að fundargerð verði færð í tölu og send fundarmönnum í tölvupósti.

1. Sveitarstjóri setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

2. Sigríði var falið á síðasta fundi að setja upp þá kosti sem í kjölfar umræðna þótti nauðsynlegt að skoða betur í samráði við Pál. Sigríður fór síðan yfir þá 5 kosti sem hún var búin að taka saman og sem fundarmenn voru sammála að skoða nánar. Var farið yfir forsendur fyrir hverri leið fyrir sig og kosti og galla viðkomandi leiða. Þá var sett upp í grófum dráttum það byggingarmagn sem myndi fylgja kostunum 5. Varðandi kostnað við hvern valkost þótti ekki nauðsynlegt að nálagst hann að sinni með öðrum hætti en að miða við ákveðið fermetraverð.

3. Fundarmenn voru sammála um að fækka kostunum um 2 þannig að 3 valkostir myndu verða skoðaðir nánar. Sigríði falið í samráði við Pál að setja upp þessa 3 kosti og eftir atvikum útfæra afbrigði við þá í samræmi við umræður á fundinum. Sigríði falið að senda þessa 3 valkosti á fundarmenn til að þeir hefðu tækifæri til að gera athugasemdir við þá ef þurfa þykir. Þessar þrjár tillögur yrðu síðan kynntar sveitarstjórn í apríl til að hægt væri að taka ákvaðanir um framhaldið og þegar það myndi liggja fyrir yrði boðað til næsta fundar.

.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 18:00.

Jón G. Valgeirsson, ritari,