Fundur nr.195 18.1.2007

lindaFundargerðir, Sveitastjórn

Fundargerð

195. fundur hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórn­sýslu­húsinu Borg fimmtudaginn 18. janúar 2007 kl. 9.00 fh.

 

Fundinn sátu:     Ingvar G Ingvarsson.

                           Sigurður K Jónsson.

                           Ólafur   I   Kjartansson.

                           Gunnar Þorgeirsson.

                           Hildur Magnúsdóttir.

                           Sigurður  Jónsson Fundarritari.

Fundarferð var færð í tölvu.

Í upphafi leitaði oddviti afbrigða :

a) Hitaveita Vaðnesi að Borg.      

Heimild sveitarstjórnar til  að láta hefja undirbúning að útboði á hitavatnslögninni.

Í samræmi við minnisblað frá V.S.T sem dreift var á fundinum.

Gunnar Þorgeirsson óskaði að eftirfarandi mál yrðu rædd undir önnur mál.

b) Undirskriftalisti með áskorun um að boðað verði til fundar hið fyrsta, þar sem sveitarstjórn upplýsi íbúa um skólamál, framkvæmdir áætlanir og fleira.

c) Trúnaðarmál.

 

1.      Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps.
Frá 4. janúar 2007. Liggur frammi á fundinum.

2.      Fundargerðir

a)      33. fundur skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu  11. janúar 2007 ( Fskj 1)

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina

3.      Deiliskipulagsbreytingar
a)  Deiliskipulag  Króki frestað frá 193 fundi 21. desember.( Fylgiskj. 2)

Ekki er hægt að taka afstöðu til þessa máls þar sem aðalskipulag af svæðinu  er ekki samþykkt.

Afgreiðslu frestað þar til samþykkt aðalskipulag liggur fyrir.

 

4.      Aðalskipulagsbreytingar
a)  Aðalskipulag  Króki frestað frá 193 fundi 21. desember.

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 í landi Króks í Grafningi. Tillagan var í auglýsingu frá 19. október til 16. nóvember 2006 með athugasemdafrest til 30. nóvember 2006. Tillaga að deiliskipulagi fyrir hluta svæðisins var auglýst samhliða. Engar athugasemdir bárust.

Fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar, Fornleifaverndar ríkisins dags. 7. september, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 31. ágúst og Umhverfisstofnunar dags. 1. desember 2006. Í þremur fyrst nefndu umsögnunum er ekki gerð athugasemd við þær tillögur sem fyrir liggja en í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að stofnunin telur að ekki ætti að fara í frekari uppbyggingu frístundabyggðar á verndarsvæði Þingvalla fyrr en mótuð hefur verið stefna um uppbyggingu frístundabyggðar á svæðinu og fyrir liggur aðgerðaráætlun um hvernig megi viðhalda vatnsgæðum og viðbrögð við mengunaróhöppum. Einnig eru ábendingar um útbúnað hreinsivirkja og umfjöllun um námur.

Sveitarstjórn bendir á að í gildi er aðalskipulag á öllu verndarsvæðinu þar sem mótuð er stefna um frístundabyggð og er ofangreind tillaga hluti af þeirri stefnumörkun. Varðandi ábendingar sem tengjast reglugerð um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns má benda á að skv. 22. gr. fer Heilbrigðiseftirlit Suðurlands með eftirlit með framkvæmd reglugerðarinnar. Við útfærslu deiliskipulagstillögu svæðisins hefur verið haft samráð við heilbrigðiseftirlitið, sbr.umsögn dags. 31. ágúst 2006. Að mati sveitarstjórnar er ekki forsvaranlegt að bíða með alla uppbyggingu á verndarsvæðinu þar til aðgerðaráætlunin liggur fyrir því ekkert liggur fyrir um hvenær það geti orðið.

 

 Tillagan er samþykkt samhljóða  skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga með þeirri breytingu að tákni fyrir efnistöku er bætt inn á aðalskipulagsbreytinguna. Gerð er nánari grein fyrir efnistökunni í deiliskipulagi svæðisins auk þess sem sækja þarf um framkvæmdaleyfi fyrir vinnslunni skv. 27. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 

b)      Aðalskipulag Úlfljótsvatni

Lögð er fram endurskoðuð tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes og Grafningshrepps 2002-2014 í landi Úlfljótsvatns.

 

Forsaga málsins er sú að í byrjun árs 2006 var auglýst breyting á aðalskipulagi í landi Úlfljótsvatns sem fól í sér að svæði fyrir frístundabyggð stækkaði úr 55 ha í um 550 ha. Samhliða var auglýst tillaga að deiliskipulagi fyrir hluta svæðisins. Fjölmargar athugasemdir bárust og um mitt ár 2006 var ákveðið að falla frá tillögunum eins og þær voru auglýstar og endurskoða áform um byggingu frístundabyggðar á jörðinni. Í þeirri tillögu sem nú er lögð fram er gert ráð fyrir 75 ha. svæði vestan Úlfljótsvatns verði að svæði fyrir frístundabyggð í stað óbyggðs svæðis auk þess sem vatnsvernd við Drápuhlíð fellur út. Gert er ráð fyrir um 60 lóðum á þessu svæði. Gert er ráð fyrir að ný tillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingunni. Samþykkt samhljóða að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 21. gr. Skipulags og byggingarlaga

 

5.      Reglur um niðurfellingu fasteignaskatts elli og örorkulífeyrisþega 2007.( fylgiskj 3

 Samþykkt samhljóða að hafa reglurnar óreyttar eins og þær voru 2006

 

6.      a) Heimild sveitarstjórnar  til  að láta  hefja undirbúning að útboði á hitavatnslögn frá

          Vaðnesi að Borg í samræmi við minnisblað V.S.T sem var dreift á fundinum.

Sveitarstjórn heimilar oddvita að láta hefja verkið í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað. Samþykkt samhljóða.

 

        b) Undirskriftalisti með áskorun um að boðað verði til fundar hið fyrsta, þar sem sveitarstjórn upplýsi íbúa um skólamál, framkvæmdir áætlanir og fleira.

Sveitarstjórn fagnar þeim mikla áhuga sem fram kemur í þessum undurskriftalista sem 113. einstaklingar skrifa undir og sem fram kom á almennum fundi að Sólheimum föstudaginn 12. febrúar þar sem yfir 80 manns mættu og 20 manns tóku til máls.  Stefnt er að fundi um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og verklegar framkvæmdir um miðjan febrúar.   

        c) Trúnaðarmál .

Málið er fært til bókar í trúnaðarmálabók.

Til kynningar

a) Bréf Landsnets dags. 11. október 2006 vegna Sultartangalínu 3

b) Kostnaðaryfirlit vegna Tónlistarskóla Árnesinga 2007

c) Fundargerð 95. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands 9/1 2007

d) Fundargerð 137. fundar Sorpstöðvar Suðurlands

e) Fundargerð 398. fundar SASS 22.11.2006

f)  Bréf SASS dags. 13. janúar 2007 vegna námskeiðs fyrir sveitarstjórnarmenn

g) Bréf Félagsmálaráðuneytisins dags. 10. janúar 2007 vegna tekjumarka v/ félagslegra íbúða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.25..