Fundur um atvinnumál

lindaUncategorized

Atvinnumálanefnd Grímsnes– og Grafningshrepps heldur fund í félagsheimilinu Borg, mánudaginn 21. febrúar kl. 20:00

Á fundinn kemur Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu og kynnir sig og sitt embætti. Einnig er kynning á hugmyndum um opinn dag í Grímsnes– og Grafningshreppi þann 11. júní n.k.

Atvinnumálanefndin