Fyrirlestur í Sesseljuhúsi

lindaUncategorized

Sesseljuhús – umhverfissetur mun standa fyrir röð fræðslufunda í allt sumar um efni sem tengjast umhverfismálum.
Fundirnir hefjast klukkan 13:00, þeir eru öllum opnir og er aðgangur ókeypis.
Verið hjartanlega velkomin.  

10. júlí
Fuglaskoðun – Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur og ljósmyndari, fjallar um fugla í landi Sólheima og fer með gesti í fuglaskoðunarferð um svæðið. Fræðsluganga fyrir alla fjölskylduna.

17. júlí
Vistvæn tækni – Andri Ottesen framkvæmdastjóri Carbon Recycling International fjallar um vistvæna tækni og vistvænar áherslur í atvinnuuppbyggingu.

7. ágúst
Hagnýting íslenskra jurta – Einar Logi Einarson grasafræðingur fjallar um tínslu og vinnslu íslenskra jurta.

21. ágúst
Umhverfisvæn ferðaþjónusta – ferðaþjónusta framtíðarinnar – Guðrún Bergmann fjallar um umhverfisvæna ferðaþjónustu.

28. ágúst
Áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli á umhverfið – Rannveig Guicharnaud, M.Sc. jarðvegsfræðingur, fjallar um áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli á umhverfið.