Galdrakarlinn í OZ lokasýningarhelgin nálgast.

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Tryggðu þér og þínum miða, komdu á óvart

Laugardaginn 30. apríl klukkan 15:00

Sunnudaginn   1. maí   klukkan 15:00 Lokasýning

Miðasölusími er 847 5323

 

Leikfélag Sólheima sýnir Galdrakarlinn í OZ í Íþróttaleikhúsinu á Sólheimum.

Stór og flottur hópur íbúa Sólheima og nágrennis sýna þetta skemmtilega leikrit.

Sagan af Galdrakarlinum í Oz var fyrst gefin út árið 1900 og er skrifuð af L. Frank Baum. Árið 1902 er settur upp söngleikur byggður á sögunni og 1939 kemur hin fræga kvikmynd út með Judy Garland í aðalhlutverki. Verkið hefur marg oft verið sett upp út um allan heim og í fjölmörg skipti hér á íslandi, í mismunandi leikgerðum. Leikgerðin sem að við styðjumst við, er skrifuð af Ármanni Guðmundssyni og var sett upp af Leikhópnum Lottu 2008.

Ármann Guðmundsson hefur skrifað fjöldann allan af leikritum bæði fyrir atvinnuleikhús og áhugaleikhús.

Leikstjórin verksins er Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson

Opið verður í kaffihúsinu Grænu könnunni og versluninni Völu.

Menningarveisla verður svo í allt sumar.

Verið hjartanlega velkomin.

 

 

Kveðja frá Leikfélagi Sólheima