Starfssemi Kvenfélags Grímsness er mjög lífleg um þessar mundir og margt sem er á döfinni; jólafundur með kvenfélagskonum úr Laugardal, jólaföndur, bingó og spilakvöld. Vonandi taka sveitungar og kvenfélagskonur vel við sér og taki virkan þátt í því sem í boði er.
Sameiginlegur jólafundur Kvenfélagana í Grímsnesi og Laugardal verður haldinn á Hótel Geysir mánudaginn 26. nóvember kl. 19:00 Athugið að bóka ekki siðar en 16. nóvember
Jólakort SSK verða til sölu.
Matseðill verður sem hér segir:
Geysju- fordrykkur
Aðalréttur : Kalkúnabringa fyllt með apricosum og furuhnetum ,
Sætar kartöflur, brasseraðar strengjabaunir og
Róbert í sósu
Eftirréttur: Hvít súkkulaði sæla sem fær hverja konu til ……
Kaffi / te
Matur og kaffi kosta kr 2000
Munið að taka með ykkur lítinn jólapakka
Rúta fer frá Borg kl 18:15 og frá Laugarvatni kl 18:30
Tilkynna þarf þátttöku til Guðrúnar Þ í síma 8685588 /4864474 fyrir 16. nóvember n.k.
Aðventukvöld í Blómaval á Selfossi.
Hvernig væri að hittast til að föndra saman aðventukrans, hurðakrans, jólaskreytingu þriðjudagskvöldið 20. nóvember kl. 18:30 Námskeiðið kostar ekkert/aðeins greitt fyrir það efni sem þið notið. Tilkynna þar þátttöku til Guðrúnar í síma 8685588/4864474 fyrir 15. nóvember
Jólabingó
Jólabingó verður í Félagheimilinu Borg
Sunnudaginn 2. desember kl 15:00
Bingó og aðventukaffi.
Þær konur sem sjá sér fært að starfa með okkur í stjórinni eru beðnar um að hafa samband við Friðsemd Erlu í síðasta lagi 26. nóvember n.k.
Spilakvöld
Félagsvist verður í Félagsheimilinu Borg 2. janúar 2008 kl. 20:00
Með kveðju.
Stjórnin