Góður árangur í hundarækt

lindaFréttir

Helga Gústavsdóttir í Miðengi hefur á liðnum árum náð góðum árangri í ræktun íslenska fjárhundsins og hafa hundar frá henni oftar en ekki nælt sér í verðlaun á alþjóðlegum hundasýningum hér á landi.

Helga hefur ræktað íslenska fjárhunda í u.þ.b. 15 ár.  Árangur hennar hefur verið mjög góður og það er næsta víst að Kersins hundar (hlekkur) nstanda fyrir sínu.  Á hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands má sjá góðan árangur hennar en hundur frá henni Kersins Orri var valinn besti íslenski fjárhundurinn.

Víðar í úrslitum má sjá ræktunarheitið hennar og ljóst er að góður gangur er í hundaræktinni.

Íslenski fjárhundurinn var næstum útdauður í upphafi síðustu aldar en næstum fyrir heppni tókst að bjarga kyninu og 1967 hófst ræktun hans á ný á Íslandi hjá Sigríður Pétursdóttur á Ólafsvöllum. 

Í dag nýtur íslenski fjárhundurinn mikilla vinsælda enda húsbóndahollur, glaðlyndur og ljúfur í skapi

Helga hefur ræktað íslenska fjárhunda í u.þ.b. 15 ár.  Árangur hennar hefur verið mjög góður og það er næsta víst að Kersins hundar (hlekkur) nstanda fyrir sínu.  Á hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands má sjá góðan árangur hennar en hundur frá henni Kersins Orri var valinn besti íslenski fjárhundurinn.

Víðar í úrslitum má sjá ræktunarheitið hennar og ljóst er að góður gangur er í hundaræktinni.

Íslenski fjárhundurinn var næstum útdauður í upphafi síðustu aldar en næstum fyrir heppni tókst að bjarga kyninu og 1967 hófst ræktun hans á ný á Íslandi hjá Sigríður Pétursdóttur á Ólafsvöllum. 

Í dag nýtur íslenski fjárhundurinn mikilla vinsælda enda húsbóndahollur, glaðlyndur og ljúfur í skapi.