Greiðslur til foreldra sem eru með ung börn sín heima

lindaFréttir

Á síðasta sveitarstjóranarfundi var samþykkt að greiða foreldrum sem gæta ungra barna sinna heima.  Nánari reglur fara hér á eftir.

Reglur Grímsnes og Grafningshrepps um heimagreiðslur til foreldra/forráðamanna barna á aldrinum 12 – 18 mánaða.

1. Grímsnes og Grafningshreppur greiðir styrk til foreldra/forráðamanna barna frá 12 mánaða aldrei til 18 mánaða sem eiga lögheimili og aðsetur í sveitarfélaginu og kjósa eða geta ekki nýtt sér þjónustu leikskólans Kátuborgar.

2. Sækja verður um styrkinn til skrifstofu sveitarfélagsins á Borg á þar til gerðum eyðublöðum.

3. Umsókn gildir frá þeim degi sem sótt er um og ekki er um afturvirkar greiðslur að ræða.

4. Styrkfjárhæð nemur kr. 20.000 á mánuði og er greidd eftir á.

5. Styrkurinn greiðist ekki fyrir það tímabil sem leikskólinn er lokaður í sumarfríum.

6. Styrkurinn fellur niður þegar barn hefur dvöl á leikskóla.