Grímsævintýri

lindaUncategorized

Laugardaginn 9. ágúst verður hátíð á Borg, hin einu og sönnu Grímsævintýri.  Herlegheitin hefjast klukkan 13:00

Margt verður til skemmtunar en hér á eftir fer dagskrá dagsins.
 
 
Tombóla kvenfélagsins kl. 13:00
 
Uppsveitarvíkingurinn 2008
sterkustu menn landsins takast á kl. 13:30
 
Útimarkaður með handverk, grænmeti
og margt fleira frá kl. 13 og fram eftir degi
 
Sigurveig Buch spámiðill les í framtíðina
 
Ingó verður með gítarinn
á Sundlaugarbakkanum kl. 15
 
Hoppukastali
 
Ís á ævintýralegu verði í verlsuninni Borg
 
Kaffihlaðborð á Gömlu-Borg
 
Lóan er komin
sýning í Ljósafossstöð við Sog
opin helgar kl.13-18
virka daga kl. 13-17
 
Það er Kvenfélag Grímsneshrepps sem stendur fyrir hátíðinni. Grímsnes- og Grafningshreppur ásamt Landsvirkjun og Lögmönnum Suðurlandi fjármagna hátíðina.