Grímsævintýri 9. ágúst

lindaUncategorized

Við vekjum athygli á Grímsævintýrum sem haldin verða á Borg þann 9. ágúst og hefjast klukkan 13.00 með Uppsveitavíkingnum.  Á Grímsævintýrum er einnig handverksmarkaður þar sem listafólk selur verk sín – einnig verður eitt og annað matarkyns til sölu sem gott er að grípa með sér í útileguna, bústaðinn eða bara heim!  Ekki má heldur gleyma Tombólunni víðfrægu þar sem eru engin núll. Markaðurinn er í íþróttahúsinu á staðnum þannig að veðrið setur ekki strik í reikninginn þó heimamenn vonist að sjálfsögðu til að sama blíðan verði þá og verið hefur.  Á markaðnum má kaupa listmuni, grænmeti, kökur, sultur og pönnsur svo fátt eitt sé nefnt.

Tombóla Kvenfélagsins er árlegur stórviðburður í heimi tombólanna en í ár er hún til styrktar Hjartaheilla og hafa fjölmörg fyrirtæki styrkt okkur með góðum vinningum og verður til nokkurs að vinna.  Tombólan verður í Félagsheimlinu.

Við vonumst til að sjá sem flestra þann 9. ágúst.