Grímsævintýri 9. ágúst

lindaFréttir

Kvenfélag Grímsnes og Grafningshrepps stendur fyrir hátíð á Borg . 9.ágúst, sem hefur fengið nafnið Grímsævintrýri og er orðin að árlegum viðburði.  Þar gefst  handverksfólki, framleiðendum og öðrum athafnamönnum og konum tækifæri til þess að sýna sig og kynna vörur sínar og þjónustu.  Ekki síst gefst þó gestum og gangandi tækirfæir til þess að upplifa sannkallaða markaðsstemmningu í sveitinni.

Takið því daginn frá.

Laugardaginn 9. ágúst nk. verður haldinn markaðsdagur á Borg í Grímsnesi. 
Þar verður í boði aðstaða til að selja og kynna varning og starfsemi eins og undanfarin ár.
Á sama tíma verður tombóla kvenfélagsins og margt, margt fleira.  Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í markaðsdeginum og vera með sölubása hafi samband, fyrir 31. júlí, við:

Áslaugu í síma 895 7117 eða netfangið aslaug@gogg.is,
Guðrúnu í síma 868 3003 eða netfangið eyvik@hive.is eða
Kristínu í netfangið stina@gogg.is fyrir 31. júlí nk.