Grímsævintýrin nálgast óðum

lindaFréttir

Laugardaginn 7. ágúst nk. verða hin árlegu Grímsævintýri haldin.

Dagurinn hefur markað sér sinn sess í bæjar og hérðashátíðum og mikið er um dýrðir þennan dag.

Þar verður m.a. í boði aðstaða til að selja og kynna varning og starfsemi í Íþróttamiðstöðinni.

Markaðurinn setur mikinn svip á daginn og á sinn þátt í því að skapa þá skemmtilegu stemmningu sem ríkir yfir og allt um kring!

Einnig verður hin landsfræga tombóla, leikhópurinn Lotta kemur til okkar, og heyrst hefur að Rauðhetta og úlfurinn verið jafnvel á meðal gesta!  Nóg annað verður fyrir börnin við að vera, skólalóðin á Borg býður upp á góða aðstöðu til leikja og þar verður hægt að fá blöðrur og andlitsmálningu!  Ekki má heldur gelyma Ingó en hann kemur með gítarinn.

Dagskrá hátíðarinnar og nánari upplýsingar um hana má finna hér.