Grunnskólinn Ljósaborg settur í fjórða sinn

lindaFréttir

Grunnskólinn Ljósaborg var settur í dag í fjórða sinn og var vel mætt af foreldrum og nemendum.  Góður andi ríkti við skólasetninguna og ljóst að það verður kraftmikill hópur nemenda og starfsfólks sem mætir nú til starfa.

56 nemendur hefja nám við skólann nú í haust og hefur þeim fjölgað allnokkuð frá fyrra ári.  Það hefur einnig áhrif að í ár verða 8. bekkingar að Ljósuborg en hafa áður farið í Reykholt.  Þar fyrir utan hefur nemendum þó fjölgað heilmikið og því þurfti að laga húsnæðið að breyttum nemendafjölda nú í sumar.

Miklar framkvæmdir hafa einnig verið við skólalóðina og sameiginleg svæði bygginga sveitarfélagsins á Borg, en einnig hafa götur  verið malbikaðar á Borgarsvæðinu.

Nánar um skólasetninguna  og skólastarfið á www.ljosaborg.is