Gullkorn úr leikskólanum

lindaFréttir

Það var verið að klæða sig út í fataklefanum.

Sumir eru duglegir einn daginn og klæða sig hjálparlaust í allan gallann en svo koma dagar sem dugnaðurinn og atorkan beinast ekki að útifatnaðinum. Einn þannig dag biður einn ungur maður um aðstoð, (vanur að gera yfirleitt allt sjálfur). Hann er hvattur áfram en ekkert gengur, Þá er hann spurður af kennaranum sem er að stússast með honum þarna í fataklefanum: Af hverju geturðu þetta ekki?

 

Af því ég er orðinn svo gamall!

Meira frá leikskólastarfinu á www.gogg.is/kataborg og í fréttabréfinu Boggunni sem er stútflullt af skemmtilegum upplýsingum frá skólastarfinu.