Nú er komið að okkar árlegu Heldriborgaraferð 🙂
Að vanda bíður Kvenfélag Grímsneshrepps íbúum Grímsnes- og Grafningshrepps, 60 ára og eldri, í dagsferð.
Í ár ætlum við að fara fimmtudaginn 20. júní þar sem við skoðum nærumhverfið okkar.
Mögulegt er fyrir þá sem vilja að skella sér í heitan pott og gufu á leiðinni þannig að ef áhugi er þá endilega pakkaðu sundfötum með.
Skráning þarf að berast í síðasta lagi
sunnudaginn 16.júní nk.
Brottför frá Borg kl. 11.00 fimmtudaginn 20. júní.
Frekari upplýsingar og skráningar:
Jóhanna Þorvaldsdóttir s. 865-1931
Laufey Guðmundsdóttir s. 863-7218