Heldriborgaraferð 2017

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Nú er komið að okkar árlegu Heldriborgaraferð 🙂

Að vanda býður Kvenfélag Grímsneshrepps íbúum Grímsnes- og Grafningshrepps, 60 ára og eldri, í dagsferð. Í ár ætlum við að fara fimmtudaginn 22. júní og tökum stefnuna austur undir Eyjafjöllin til Víkur með viðkomu í Þingborg.

Skráning þarf að berast í síðasta lagi sunnudaginn 18. júní nk.

 Brottför frá Borg kl. 10.00 fimmtudaginn 22. júní.

Frekari upplýsingar og skráningar:

Ingibjörg Kristín Ingadóttir s. 893-1048

Sigríður Björnsdóttir 868-3070