Heldriborgaraferð í Borgarfjörð

lindaFréttir

Kvenfélag Grímsneshrepps býður til heldriborgaraferðar þriðjudaginn 10. júní n.k.  Hér á eftir fer allt um ferðalagið og við hér á gogg.is hvetjum alla til þess að mæta og skemmta sér saman í ferð sem lofar svo sannarlega góðu.

Kvenfélagið í Grímsnesi fréttir ykkur færir

nú fáið þið að ferðast, sveitungarnir kærir

60 ára og eldri ykkur er sko boðið

öllum sem í rútuna inn við getum troðið.

Við förum út á Þingvöll og Kjósarskarðið keyrum

í Hvalfirði um sund-afrek fornkappanna heyrum

kíkjum inn i Gallerí og Dragann síðan dólum

í dásamlegri hestamiðstöð á salernin við stólum.

Þar mætir hann Konráð sem kann að segja sögur

og sýnir oss hvað sveitin hans er tignarleg og fögur.

Svo borðum við á Hamri, á hóteli hjá Unni

sem heldur uppi stuðinu, kannski á vísnagrunni.

Tímanlega hjá Guðrúnu þið bókið besta sætið

á Borg á þriðjudegi þann 10. svo mætið.

Klukkan tólf á hádegi keyrum við úr hlaði

þið kíkið svo á upplýsingar neðst á þessu blaði.


Tilkynna þarf þátttöku í s.l. fimmtudaginn 5. júní til Guðrúnar í síma 8685588

Farið verður frá Borg kl 12:00

Með von um að sjá sem flesta.

Stjórn Kvenfélagsins