Heldriborgaraferð Kvenfélagsins

lindaTilkynningar og auglýsingar

Þá er komið að heldriborgaraferðinni okkar (60 ára og eldri) en við ætlum laugardaginn 12. júní að ferðast um nærsveitir.

Við leggjum af stað frá Borg kl. 12.00 og keyrum í Skálholt, Gullfoss og Geysi þar sem við drekkum middagskaffi, förum þaðan á Laugarvatn og svo Lyngdalsheiði að Þingvöllum og endum ferðina á Hótel Hengli og snæðum saman kvöldmat.  Áætluð heimkoma er um 21.00

Fararstjóri verður Óskar Ólafsson frá Laugarvatni.

Pantanir þurfa að berast fyrir 7. júní. til Kristínar í síma: 862-2301 eða Guðrúnar sími:848-3595

Fh. stjórnar

Kristín Karlsdóttir