Heldriborgaraferð

lindaFréttir

Heldriborgaraferð Kvenfélagsins er fyrirhuguð laugadaginn 6.júni nk.

Nú liggur leiðin suður á Reykjanes og munum við skoða þar marga áhugaverða staði. Leiðsögumaður mun slást í hópinn þannig að við eigum að fá allar bestu upplýsingar um Það sem fyrir augu ber og þá staði sem við heimsækjum. Ekki skemmir að þetta er Sjómannadagshelgin, og aldrei að vita nema við dettum inn í hátíðarhöl í einhverjum bænum.

Kvenfélagið mun bjóða upp á kaffi og meðlæti í Garðinum. Og áður en við yfirgefum Reykjanesið bjóðum við þátttakendum í veislukvöldverð í  Hótel Northern Light Inn við Bláa Lónið.

Þeir 60 ára og eldri Grímsnesinga (núverandi og brottfluttir) sem vilja þiggja boð okkar að þessu sinni, vinsamlega látið vita fyrir þriðjudaginn 2.júni.

Kristín, sími 8622301/stina@gogg.is

Lára, sími 8639582/elinlara@emax.is