Helgina 18. og 19. júní heldur Menningarveisla Sólheima áfram.

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar, Viðburðir

Á laugardaginn 18. júní kl 14:00 verður hljómsveitin „Skuggamyndir frá Býsans“ með tónleika í Sólheimamkirkju.

Skuggamyndir frá Býsans spila aðallega þjóðlega tónlist frá Balkanlöndunum en sú tónlist er þekkt fyrir ólgandi tilfinningahita, blandaðan austurlenskri dulúð. Hljómsveitin sækir innblástur m.a. í tónlist frá Búlgaríu, Grikklandi og Tyrklandi en hljómsveitarmeðlimir hafa numið hjá ýmsum þarlendum hljómlistarmönnum. Hljómsveitina skipa: Haukur Gröndal á klarínett, Ásgeir Ásgeirsson á bamoura, bauzouke og saz baglama, Þorgrímur Jónsson á rafbassa og Erik Quick á trommur.

Sýningar í Ingustofu, Íþróttaleihúsi og Sesseljuhúsi eru opnar alla helgina frá 12:00 – 18:00 og á virkum dögum frá kl 9:00 – 18:00.

Kaffihúsið Græna kannan og Verslunin Vala eru opnar alla daga frá 12:00 – 18:00.

Þriðjudaginn 21. júní verður fyrirlestur um Lífræna Sápugerð í Sesseljuhúsi kl 17:00. Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir starfsmaður jurtastofunnar á Sólheimum fræðir um jurtir og lífræna sápugerð á Sólheimum. Í Jurtastofunni eru framleiddar sápur, olíur, krem og baðsölt úr jurtum sem rækaðar eru á Sólheimum eða tíndar í næsta nágrenni. Vörurnar eru allar lífrænt vottaðar og eru þekktar fyrir gæði og góða virkni.