Hlutastarf á gámastöðvum

lindaFréttir

Óskum eftir að ráða umsjónarmann með gámastöðvum í Bláskógabyggð og Grímsnes– og Grafningshreppi. Viðkomandi einstaklingur þarf að vera sjálfstæður og  skipulagður í vinnubrögðum, hafa góða þjónustulund og vera með bílpróf.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi, FOSS

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Upplýsingar veitir sveitarstjóri Grímsnes– og Grafningshrepps  í síma 486-4400 eða á netfangið gogg@gogg.is