Hraustar konur – Fjölbreytt þjálfun fyrir konur á öllum aldri

lindaTilkynningar og auglýsingar

12 vikna námskeið með fjölbreyttri hreyfingu og fyrirlestrum um heilbrigðar fæðuvenjur, jákvæða líkamsímynd og sjálfsstyrkingu hefst á Borg þann 16. febrúar.

Helstu upplýsingar:

Þann 16. febrúar næstkomandi hefst 12 vikna kvennaleikfimi í íþróttahúsinu á Borg. Tímarnir verða tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 16:30-17:30. Mánudagstímar eru kenndir í íþróttasal en fimmtudagstímarnir í tækjasal.

Tilkynnt verður um staðsetningu fyrirlestra síðar.

Leiðbeinendur eru Bjarney Gunnarsdóttir íþróttafræðingur og Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir Fit Pilates kennari og ráðgjafi á dagdeild átraskana LSH.

Dæmi um hreyfingu:

Þol- og styrktarþjálfun – badminton – bandý – boltatími – ringó

fit pilates – gönguferð – stöðvaþjálfun – sundleikfimi.

Að auki verður boðið upp á reglulegar blóðþrýstingsmælingar

Verð fyrir námskeiðið er 12.000 krónur.

Lágmarksþátttaka eru 10 konur.

Allir þátttakendur fá 15% afslátt í Sportbæ á Selfossi frá 16. febrúar – 16. mars.

Nánari upplýsingar og skráning á bjarneygunn@gmail.com eða í síma 696-3984.