Hraustar konur – kynningarfundur

lindaUncategorized

Næstkomandi fimmtudag þann 18. febrúar kl. 17:30 verður haldinn kynningarfundur í íþróttahúsinu á Borg. Allar konur (16 ára og eldri) eru hvattar til að mæta og kynna sér 12 vikna heilsueflingarnámskeið fyrir konur.

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á fjölbreytta og skemmtilega hreyfingu. Að auki verða haldnir fyrirlestrar um jákvæða líkamsímynd, heilbrigðar fæðuvenjur og sjálfsstyrkingu.

Ef áhugi er á námskeiðinu verður fyrsti tíminn þriðjudaginn 23. febrúar.

Endilega kíkið við á fimmtudaginn og kynnið ykkur námskeiðið og/eða hvetjið ömmur, dætur, systur, eiginkonur, frænkur og vinkonur til að mæta.

Með von um góðar viðtökur.

Bjarney Gunnarsdóttir

íþróttafræðingur

S. 696-3984