Hreppurinn auglýsir eftir starfsfólki í sumarafleysingar

lindaUncategorized

Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsir eftir 8 starfsmönnum í sumarafleysingar

Í fyrsta lagi er að ræða starf við afleysingar vegna starfsmanna í áhaldahúsi. Æskilegt er að sá starfsmaður hafi kunnáttu á sviði viðhaldsvinnu.

Í öðru lagi þá er um að ræða starf flokkstjóra/almennum starfsmanni sem felst í umsjón með unglingavinnu auk margvíslegra starfa tengd garðyrkju, fegrun umhverfis og stofnunum sveitarfélagins.

Í þriðja lagi er um að ræða starf við afleysingar á skrifstofu sveitarfélagins.

Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu af skrifstofustörfum.

Í fjórða lagi eru einnig laus 5 störf í Íþróttamiðstöð við almenna gæslu í sundlaug, vinnu við tjaldsvæði og önnur störf sem tengjast starfseminni.

Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri og eru bæði kyn hvött til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til 26. apríl n.k. og óskast umsóknum skilað skriflega á skrifstofu sveitarfélagsins eða í tölvupósti gogg@gogg.is fyrir þann tíma eða á sundlaug@gogg.is varðandi störf í Íþróttamiðstöð.

Upplýsingar gefur Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri

í síma 486-4400 eða sveitarstjori@gogg.is

og

Rut Guðmundsdóttir í síma 486-4402 eða sundlaug@gogg.is,

varðandi störf í Íþróttamiðstöð.