Hross í óskilum í Grímsnes- og Grafningshreppi

lindaFréttir

Í óskilum er rauðblesótt hryssa, talin vera 3 vetra, óörmerkt. Hryssan fannst við Biskupstungnabrautina milli Bjarkar og  Svínavatns, 25. júní s.l.

Hafi réttur eigandi ekki vitjað hryssunnar og sannað eignarrétt sinn á henni innan þriggja vikna frá birtingu auglýsingu þessarar, verður óskað eftir uppboði á henni hjá sýslumannsembættinu á Selfossi. Allar nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 486-4400 eða 848-1948.

Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri

Sjá myndir hér :Hross í óskilum