Húsaleigubætur

lindaUncategorized

Viljum minna á að sækja þarf um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gilda umsóknir til áramóta (skv 10. gr laga um húsaleigubætu.skv. 11.grein sömu laga skulu umsókn fylgja eftirtalin gögn:

1. Leigusamnigur gerður á staðfest samningseyðublað, undirritaður af báðum aðilum og þinglýstur.(ekki er þó skylt að þinglýsa leigusamning vegna íbúðar í eigu sveitarfélaga eða félaga sem eru að öllu leiti í eigu sveitarfélaga)

2. Ljósrit af skattframtölum þeirra sem lögheimili eiga í íbúðinni fyrir síðasta ár, staðfest af skattstjóa.

3. Launaseðlar þeirra sömu og getið er í 2. tölulið og barna sbr.1. mgr.9.gr, fyrir þrjá síðustu mánuði.

4. Önnur þau gögn sem tiltekin eru í reglugerð eða eðli máls,aðstæður og atvik kunna að kalla á. Hægt er að lesa lögin í heild á félagsmálaráðuneyti.is. Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu Grímsnes og Grafnignshrepps fyrir 16. janúar 2009

Sveitarstjóri