Húsgögn óskast í félagsmiðstöðina.

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Unglingarnir í sveitinni hafa fengið húsnæði á Borg fyrir félagsmiðstöð. Húsnæðið er í „gamla“ skólanum, þar er bæði hátt til lofts og vítt til veggja. Húsnæðið, sem kallast Gilið, er algjörlega tómt og þar glymur hátt í hressum krökkum. Nú vantar sófa, stóla, borð, hillur, gólfmottur, blómapotta o.s.frv. til að gera félagsmiðstöðina vistlega. Ef þú átt eitthvað sem þú telur að geti hentað í nýju félagsmiðstöðina vinsamlegast hafðu samband við Gerði í síma 695 5011.