Húsvörður

lindaFréttir

við Félagsheimilið Borg, Kerhólsskóla og stjórnsýsluhús Grímsnes- og Grafningshrepps

 Laust er til umsóknar starf húsvarðar við Félagsheimilið Borg, Kerhólsskóla og stjórnsýsluhús Grímsnes- og Grafningshrepps. Um er að ræða fullt starf með sveigjanlegum vinnutíma.

Starf húsvarðar felst meðal annars í:

  • Útleigu og þrifum á Félagsheimili.
  • Þrifum á stjórnsýsluhúsi.
  • Umsjón/eftirliti með öryggiskerfum húsanna.
  • Móttöku á vörum.
  • Minniháttar viðhaldi á mannvirkjum, umhverfi, áhöldum, tækjum og tæknibúnaði sem tilheyrir húsunum.

Viðkomandi þarf að vera stundvís, reglusamur og hafa góða færni í almennum samskiptum. Umsækjandi þarf að sýna fram á hreint sakavottorð.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi, FOSS.

Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist til sveitarstjóra á netfangið gogg@gogg.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins eigi síðar en föstudaginn 24. júlí n.k. Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í síma 480-5500 eða á netfangið gogg@gogg.is