22. desember verður ungmennafélagið okkar 100 ára. Á laugardaginn verður haldið upp á þann merka áfanga að Borg í Grímsnesi með hátíðarkvöldverði. Allir sveitungar og aðrir velunnarar félagsins eru velkomnir. Í boði verður öndvegis lamb að hætti Bensa í Miðengi. Samkoman hefst klukkan 20:00 og vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta. Húsið opnar klukkan 19:30.