Íbúafundur

lindaFréttir, Tilkynningar og auglýsingar

Eins og flestum er kunnugt er Míla að leggja ljósleiðara á þau heimili og fyrirtæki í sveitarfélaginu sem um það hafa sótt.
Sum heimili eru nú þegar komin á það stig að tengjast og hjá öðrum styttist í það.

Mánudagskvöldið 10. september klukkan 20:00 í Félagsheimilinu Borg verður opinn fundur í tengslum við ljósleiðaratengingar.

Á fundinn koma fulltrúar frá fyrirtækjum sem bjóða upp á þjónustu fyrir þá sem eru að tengjast ljósleiðaranum.

Fulltrúarnir verða með stutta kynningu á þjónustu sinni og í lokin getur fólk fengið nánari upplýsingar og/eða skráð sig í viðskipti.