Íbúar Sólheima í Kringlunni

lindaTilkynningar og auglýsingar

Á Sólheimum er mikið og gott starf unnið. Þar má meðal annars finna leirgerð, listasmiðju, kertagerð, trésmíðaverkstæði og jurtastofu svo eitthvað sé nefnt. Ekki má heldur gleyma “Næranda” bakaríi og matvinnslu sem var sett á laggirnar síðastliðið vor.

Íbúar Sólheima ætla að bregða undir sig betri fætinum í desembermánuði og gefa sem flestum tækifæri til þess að njóta afraksturs vinnu sinnar, nánar tiltekið í Kringlunni dagana 11. – 13. desember.

Verið öll hjartanlega velkomin.